Katrín orðin stjórnarformaður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2025 10:50 Katrín Jakobsdóttir hefur tekið að sér nýtt hlutverk fyrir hönd Almannaróms. Mynd/Baldur Kristjánsson Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við stöðu stjórnarformanns nýrrar gervigreindarmiðstöðvar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Miðstöðin sem hefur fengið nafnið New Nordics AI var stofnuð fyrr í haust en Katrín gegnir stjórnarformennsku fyrir hönd Almannaróms. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannarómi en tilkynnt var um fyrstu stjórn miðstöðvarinnar í dag. Stjórnin mun gegna „lykilhlutverki í að tryggja að starf miðstöðvarinnar skili sér í sameiginlegri norrænni verðmætasköpun. Meginhlutverk miðstöðvarinnar er að eflasamstarf á svæðinu, hraða upptöku gervigreindar og styrkja samkeppnishæfni svæðisins í alþjóðlegu samhengi,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en Almannarómur, með stuðningi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins, er aðili að stofnun miðstöðvarinnar fyrir Íslands hönd. „Ég er afar spennt að taka að mér hlutverk fyrsta stjórnarformanns þessarar mikilvægu miðstöðvar. Þar ætlum við að kortleggja þau nýju tækifæri sem gervigreindin skapar og tryggja að þau nýtist til að efla norræna verðmætasköpun, ásamt því að hvetja til rannsókna, þróunar og innleiðingar á gervigreind. Samtímis mun stjórnin hafa það að leiðarljósi að varðveita sameiginleg norræn gildi okkar: lýðræði, mannréttindi og jafnrétti, í virku samtali við fyrirtæki og stjórnmálamenn á svæðinu. Við búum að dýrmætri reynslu hér á Íslandi þar sem við höfum lagt áherslu á að íslensk tunga verði gjaldgeng í heimi nýrrar tækni,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms.mynd/Baldur Kristjánsson Þar er ennfremur haft eftir Lilju Dögg Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, að bakgrunnur Katrínar falli vel að markmiðum miðstöðvarinnar. „Sem virtur og þekktur leiðtogi á alþjóðasviðinu býr Katrín yfir mikilli pólitískri reynslu af Norðurlöndunum og nýtur víðtæks trausts. Aðkoma Katrínar að New Nordics AI setur skýran tón og markar stefnu um að brúa bilið á milli opinberra stofnana, iðnaðar og alþjóðlegra aðila,“ er meðal annars haft eftir Lilju. Sex sitja í stjórn Hér að neðan má sjá hverjir skipa stjórnina ásamt upplýsingum um bakgrunn þeirra eins og honum er lýst í tilkynningu Almannaróms. • Katrín Jakobsdóttir (Ísland): Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og býr yfir einstakri pólitískri innsýn. Í embættistíð sinni var hún drifkraftur í þróun stefnu Íslands í gervigreind. • Staffan Truvé (Svíþjóð): Fulltrúi hátæknigeirans, meðstofnandi og tæknistjóri Recorded Future. Sem fyrsti stjórnarformaður AI Sweden hefur hann sterk tengsl við sænska tækniiðnaðinn. • Maria Ervik Løvold (Noregur): Fulltrúi fjármálageirans, er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá DNB og situr í framkvæmdastjórn samstæðunnar. Hún býr yfir sérþekkingu á stækkun stafrænnar þjónustu. • Haktan Bulut (Danmörk): Leiðandi í stafrænni umbreytingu og starfar sem framkvæmdastjóri stafrænna lausna og upplýsingatæknistjóri hjá lífeyrisrisanum ATP. • Ville Voipio (Finnland): Hann gegnir mikilvægum stjórnarstörfum í iðnaði, en hann er stjórnarformaður bæði hjá alþjóðlega mælitæknifyrirtækinu Vaisala og samtökum tækniiðnaðarins í Finnlandi. • Cecilia Leveaux (Norræna ráðherranefndin): Yfirráðgjafi stafrænnar þróunar hjá Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði. Gervigreind Tækni Utanríkismál Vistaskipti Máltækni Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannarómi en tilkynnt var um fyrstu stjórn miðstöðvarinnar í dag. Stjórnin mun gegna „lykilhlutverki í að tryggja að starf miðstöðvarinnar skili sér í sameiginlegri norrænni verðmætasköpun. Meginhlutverk miðstöðvarinnar er að eflasamstarf á svæðinu, hraða upptöku gervigreindar og styrkja samkeppnishæfni svæðisins í alþjóðlegu samhengi,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en Almannarómur, með stuðningi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins, er aðili að stofnun miðstöðvarinnar fyrir Íslands hönd. „Ég er afar spennt að taka að mér hlutverk fyrsta stjórnarformanns þessarar mikilvægu miðstöðvar. Þar ætlum við að kortleggja þau nýju tækifæri sem gervigreindin skapar og tryggja að þau nýtist til að efla norræna verðmætasköpun, ásamt því að hvetja til rannsókna, þróunar og innleiðingar á gervigreind. Samtímis mun stjórnin hafa það að leiðarljósi að varðveita sameiginleg norræn gildi okkar: lýðræði, mannréttindi og jafnrétti, í virku samtali við fyrirtæki og stjórnmálamenn á svæðinu. Við búum að dýrmætri reynslu hér á Íslandi þar sem við höfum lagt áherslu á að íslensk tunga verði gjaldgeng í heimi nýrrar tækni,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms.mynd/Baldur Kristjánsson Þar er ennfremur haft eftir Lilju Dögg Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, að bakgrunnur Katrínar falli vel að markmiðum miðstöðvarinnar. „Sem virtur og þekktur leiðtogi á alþjóðasviðinu býr Katrín yfir mikilli pólitískri reynslu af Norðurlöndunum og nýtur víðtæks trausts. Aðkoma Katrínar að New Nordics AI setur skýran tón og markar stefnu um að brúa bilið á milli opinberra stofnana, iðnaðar og alþjóðlegra aðila,“ er meðal annars haft eftir Lilju. Sex sitja í stjórn Hér að neðan má sjá hverjir skipa stjórnina ásamt upplýsingum um bakgrunn þeirra eins og honum er lýst í tilkynningu Almannaróms. • Katrín Jakobsdóttir (Ísland): Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og býr yfir einstakri pólitískri innsýn. Í embættistíð sinni var hún drifkraftur í þróun stefnu Íslands í gervigreind. • Staffan Truvé (Svíþjóð): Fulltrúi hátæknigeirans, meðstofnandi og tæknistjóri Recorded Future. Sem fyrsti stjórnarformaður AI Sweden hefur hann sterk tengsl við sænska tækniiðnaðinn. • Maria Ervik Løvold (Noregur): Fulltrúi fjármálageirans, er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá DNB og situr í framkvæmdastjórn samstæðunnar. Hún býr yfir sérþekkingu á stækkun stafrænnar þjónustu. • Haktan Bulut (Danmörk): Leiðandi í stafrænni umbreytingu og starfar sem framkvæmdastjóri stafrænna lausna og upplýsingatæknistjóri hjá lífeyrisrisanum ATP. • Ville Voipio (Finnland): Hann gegnir mikilvægum stjórnarstörfum í iðnaði, en hann er stjórnarformaður bæði hjá alþjóðlega mælitæknifyrirtækinu Vaisala og samtökum tækniiðnaðarins í Finnlandi. • Cecilia Leveaux (Norræna ráðherranefndin): Yfirráðgjafi stafrænnar þróunar hjá Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði.
Gervigreind Tækni Utanríkismál Vistaskipti Máltækni Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira