Fótbolti

Sjáðu full­komna þrennu Söndru Maríu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra María Jessen er búin að skora átta mörk í tólf leikjum og er ein af markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar.
Sandra María Jessen er búin að skora átta mörk í tólf leikjum og er ein af markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar. Getty/Christof Koepsel

Sandra María Jessen er svo öflug í markaskorun sinni með þýska liðnu Köln að hún er farin að láta Þjóðverjana tjá sig á enskri fótboltatungu.

Sandra skoraði þrennu í 4-1 sigri Köln á Hamburger SV en mörkin hennar komu á 10. mínútu, 36. mínútu og í uppbótartíma leiksins.

Á samfélagsmiðlum Kölnar má sjá öll mörkin þrjú undir orðunum: „Perfect Hat-trick“ eða fullkomin þrenna.

Þrenna telst vera fullkomin ef leikmaðurinn skorar mörkin sín þrjú með vinstri fæti, hægri fæti og með skalla.

Það gerði einmitt Akureyringurinn í þessum flotta sigri í Hamborg.

Sandra skallaði fyrst boltann í markið eftir aukaspyrnu, svo kláraði hún vel með hægri fæti eftir stungusendingu og Sandra skoraði að lokum með vinstri fæti eftir lága sendingu fyrir markið.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin en það þarf bara að smella á myndina til að sjá það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×