Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. desember 2025 21:58 Járnið hefur séð fífil sinn fegurri en gullið skín enn skært eftir hreinsun. Minjasafn Vestur-Sjálands Fornleifafræðingar við Minjasafn Vestur-Sjálands fundu í sumar tvo spjótsodda úr járni alsettan gulli við uppgröft skammt sunnan Slagleysu á Sjálandi. Umsjónarmaður uppgraftarins segir þetta elsta járnmun Danmerkur. Fundurinn er aukalega eftirtektarverður fyrir þær sakir að verið var að grafa upp helgidóm frá bronsöldinni. Gröfturinn fór fram við uppsprettu þar sem einhvers slags helgiathafnir fóru fram fyrir hartnær þrjú þúsund árum síðan, mörghundruð árum áður en að Danir hófu að vinna járn. Gripirnir án hliðstæðu Í viðtali við danska ríkisútvarpið segir Lone Claudi-Hansen, einn fornleifafræðinganna, að hún hafi hreinlega farið í geðshræringu við fundinn. Svo mikla raunar að hún lagði gripinn strax aftur ofan í gröf sína. Hún áttaði sig um leið á því að hún hefði fundið nokkuð einstakt, stórt járnstykki með „klikkuðum gullskreytingum“ í gröf frá því löngu áður en járnvinnsla kom til Danmerkur. „Hvernig getur allt í einu verið járn hérna inn á milli bronsaldarmuna á bronsaldaruppgraftarsvæði?“ segir hún hafa spurt sig. Við efnagreiningu kom í ljós að gripirnir væru um 2800 ára gamlir. Lone segir þá ekki eiga sér neina hliðstæðu í Evrópu. „Við finnum hreinlega ekki neitt sem jafnast á við þá. Færum til alla leið til Grikklands eða landa í Mið-Evrópu fyndum við járnspjót af svipaðri stærð og frá sama tíma. En þau eru ekki alsett gulli, þannig er þessi fundur algjörlega sérstæður,“ segir Lone. Innsýn inn í samfélag bronsaldarmanna Á síðustu áratugum hafa fundist við Boeslunde hellingur af gullmunum, armbönd og eiðbaugar úr skíragulli, sem vakti undrun margra í ljósi þess að þeir fundust allir á sama stað úti í móa. Útskýringuna telja Lone og teymi hennar hafa fundið. „Fyrir mér er alveg jafnmikilvægt að við höfum fundið menjar Gvendarbrunns frá bronsöld. Það þýðir að við getum tengt gullfundina við trúarlegar athafnir og þannig útskýrt hvernig þeir stöfluðust hérna upp í þessu túni,“ segir Lone. Gvendarbrunnurinn gefur þeim einnig tækifæri til að velta því fyrir sér hvers lags samfélag það var sem lét eftir sig allt þetta ríkidæmi. „Okkar kenning er sú að hér hafi búið auðmannaætt sem hafi haft tengingar langt út í heim. Þau munu hafa átt mikið af dýrgripum sem þau hafa á einhverjum tímapunkti fært í fórn. Það segir okkur margt um trúarbrögð bronsaldarinnar og einnig um svæðið í kringum Boeslunde sem hefur greinilega mátt sín mikils,“ segir Lone. Danmörk Fornminjar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Fundurinn er aukalega eftirtektarverður fyrir þær sakir að verið var að grafa upp helgidóm frá bronsöldinni. Gröfturinn fór fram við uppsprettu þar sem einhvers slags helgiathafnir fóru fram fyrir hartnær þrjú þúsund árum síðan, mörghundruð árum áður en að Danir hófu að vinna járn. Gripirnir án hliðstæðu Í viðtali við danska ríkisútvarpið segir Lone Claudi-Hansen, einn fornleifafræðinganna, að hún hafi hreinlega farið í geðshræringu við fundinn. Svo mikla raunar að hún lagði gripinn strax aftur ofan í gröf sína. Hún áttaði sig um leið á því að hún hefði fundið nokkuð einstakt, stórt járnstykki með „klikkuðum gullskreytingum“ í gröf frá því löngu áður en járnvinnsla kom til Danmerkur. „Hvernig getur allt í einu verið járn hérna inn á milli bronsaldarmuna á bronsaldaruppgraftarsvæði?“ segir hún hafa spurt sig. Við efnagreiningu kom í ljós að gripirnir væru um 2800 ára gamlir. Lone segir þá ekki eiga sér neina hliðstæðu í Evrópu. „Við finnum hreinlega ekki neitt sem jafnast á við þá. Færum til alla leið til Grikklands eða landa í Mið-Evrópu fyndum við járnspjót af svipaðri stærð og frá sama tíma. En þau eru ekki alsett gulli, þannig er þessi fundur algjörlega sérstæður,“ segir Lone. Innsýn inn í samfélag bronsaldarmanna Á síðustu áratugum hafa fundist við Boeslunde hellingur af gullmunum, armbönd og eiðbaugar úr skíragulli, sem vakti undrun margra í ljósi þess að þeir fundust allir á sama stað úti í móa. Útskýringuna telja Lone og teymi hennar hafa fundið. „Fyrir mér er alveg jafnmikilvægt að við höfum fundið menjar Gvendarbrunns frá bronsöld. Það þýðir að við getum tengt gullfundina við trúarlegar athafnir og þannig útskýrt hvernig þeir stöfluðust hérna upp í þessu túni,“ segir Lone. Gvendarbrunnurinn gefur þeim einnig tækifæri til að velta því fyrir sér hvers lags samfélag það var sem lét eftir sig allt þetta ríkidæmi. „Okkar kenning er sú að hér hafi búið auðmannaætt sem hafi haft tengingar langt út í heim. Þau munu hafa átt mikið af dýrgripum sem þau hafa á einhverjum tímapunkti fært í fórn. Það segir okkur margt um trúarbrögð bronsaldarinnar og einnig um svæðið í kringum Boeslunde sem hefur greinilega mátt sín mikils,“ segir Lone.
Danmörk Fornminjar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila