Innlent

Þrír hand­teknir fyrir hótanir og vopnalagabrot

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mennirnir handteknu verða vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Mennirnir handteknu verða vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Vísir/Vilhelm

Þrír menn voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í dag og vistaðir í fangageymslu vegna hótana og vopnalagabrota, að sögn lögreglu.

Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur ekki fram hvers eðlis vopnabrotin voru eða gegn hverjum hótanirnar beindust.

Í hverfi 105 var maður handtekinn fyrir tilraun til innbrots og var vistaður í fangageymslu sökum „ástands“ eins og lögregla orðar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×