„Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. desember 2025 17:42 Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis. Vísir/Anton Brink Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. Þetta herma heimildir Vísis innan úr þinghúsinu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Líkt og Vísir fjallaði um í dag fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar í fjölda ræðna. Þegar sex þingmenn höfðu flutt ræðu kvaddi forseti sér hljóðs og minnti þingmenn á tímamörk og einnig að verið væri að tala undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég bið háttvirta þingmenn um að virða þingsköpin.“ Hvatti þingmenn til að ræða við sína formenn Þá kom dagskrá þingsins til umræðu eftir að Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. Fimm þingmenn stigu í ræðustól til þess að mótmæla tillögu Guðmundar Ara, áður en Þórunn kvaddi sér aftur hljóðs. „Það er rétt að forseti upplýsi háttvirta þingmenn um að þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi eru upplýstir um gang mála hér og einnig um það hvað er fyrirhugað að setja á dagskrá þingfunda eftir helgi. Ég mæli með því að háttvirtir þingmenn ræði við þingflokksformenn flokka sinna og kynni sér hvað er í pípunum,“ sagði hún. Þingfundur hófst klukkan 13 en klukkan 13:09 tilkynnti Þórunn að hún hefði ákveðið að gera tíu mínútna hlé á þingfundi og kalla til fundar með þingflokksformönnum. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðu nærstaddir Þórunni segja þegar hún gekk niður úr stóli forseta. Þórunn hefur ekki svarað fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Samfylkingin Samgönguáætlun Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis innan úr þinghúsinu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Líkt og Vísir fjallaði um í dag fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar í fjölda ræðna. Þegar sex þingmenn höfðu flutt ræðu kvaddi forseti sér hljóðs og minnti þingmenn á tímamörk og einnig að verið væri að tala undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég bið háttvirta þingmenn um að virða þingsköpin.“ Hvatti þingmenn til að ræða við sína formenn Þá kom dagskrá þingsins til umræðu eftir að Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. Fimm þingmenn stigu í ræðustól til þess að mótmæla tillögu Guðmundar Ara, áður en Þórunn kvaddi sér aftur hljóðs. „Það er rétt að forseti upplýsi háttvirta þingmenn um að þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi eru upplýstir um gang mála hér og einnig um það hvað er fyrirhugað að setja á dagskrá þingfunda eftir helgi. Ég mæli með því að háttvirtir þingmenn ræði við þingflokksformenn flokka sinna og kynni sér hvað er í pípunum,“ sagði hún. Þingfundur hófst klukkan 13 en klukkan 13:09 tilkynnti Þórunn að hún hefði ákveðið að gera tíu mínútna hlé á þingfundi og kalla til fundar með þingflokksformönnum. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðu nærstaddir Þórunni segja þegar hún gekk niður úr stóli forseta. Þórunn hefur ekki svarað fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Samfylkingin Samgönguáætlun Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent