Dagar Úffa mögulega taldir Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 4. desember 2025 21:46 Hundurinn Úlfgrímur Lokason og eigandi hans Margrét Víkingsdóttir. vísir/Lýður Valberg Kona sem á hundi sínum líf sitt að þakka segist harmi slegin eftir að hafa fengið bréf frá Matvælastofnun þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna skorts á heilsu. Tveir dýralæknar hafi vottað heilsu Úlfgríms, eða Úffa eins og hann er kallaður. Margrét Víkingsdóttur barst bréf frá Matvælastofnun á mánudaginn þess efnis að mat þriðja dýralæknis hafi komið illa út. Hundurinn sé verkjaður og búi við verulega skert lífsgæði. Þar segir að hundurinn sé kominn mjög nálægt endapunkti. Margréti var veittur vikuandmælafrestur en annars muni MAST gera kröfu um að Úffi verði aflífaður innan tveggja vikna. Fréttamaður heimsótti Úffa á heimili sitt á Amtmannsstíg í miðborginni. Við komuna tók Úffi kátur á móti honum en fréttamenn eru engir sérfræðingar í dýravelferð. Kom Margréti að óvarri Hljóðið var aðeins þyngra í eiganda Úffa. „Þetta er náttúrlega alveg ferlegt. Ég hélt að þetta væri búið. Mér var sagt að fara til þriðja dýralæknis og fá mat þar og ég fékk það og var búin að heyra hvernig það væri. Þess vegna kom það mér ofboðslega á óvart að fá þetta bréf núna svona rétt fyrir jólin: „Þú hefur bara viku til að andmæla þessu,““ sagði Margrét. Skert lífsgæði vitleysa Hún sagði það vitleysu að Úffi búi við skert lífsgæði. Hann sé orðinn tíu ára og haldinn slitgigt en sé þó í margs konar meðferð. Sjá einnig: Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta „Hann er með verkjalyf, stungulyf sem hann fær einu sinni í mánuði. Svo er hann að komast í leisermeðferð. Svo er ég að bíða eftir því að hann komist í vatnsmeðferð. Þá er hann að synda í kari og á bretti. Það er fullt í gangi svo að honum líði vel. En honum líður ekkert illa, hann fer út að labba þrisvar á dag. Hann leikur með bolta. Hann er bara venjulegur hundur,“ sagði Margrét. Hún sendi andmæli sín til Matvælastofnunar í gær. Þá var henni tilkynnt um að haldinn yrði fundur á morgun, föstudag, þar sem vandlega yrði farið yfir málið og lokaákvörðun tekin. Matvælastofnun Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Hundar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Margrét Víkingsdóttur barst bréf frá Matvælastofnun á mánudaginn þess efnis að mat þriðja dýralæknis hafi komið illa út. Hundurinn sé verkjaður og búi við verulega skert lífsgæði. Þar segir að hundurinn sé kominn mjög nálægt endapunkti. Margréti var veittur vikuandmælafrestur en annars muni MAST gera kröfu um að Úffi verði aflífaður innan tveggja vikna. Fréttamaður heimsótti Úffa á heimili sitt á Amtmannsstíg í miðborginni. Við komuna tók Úffi kátur á móti honum en fréttamenn eru engir sérfræðingar í dýravelferð. Kom Margréti að óvarri Hljóðið var aðeins þyngra í eiganda Úffa. „Þetta er náttúrlega alveg ferlegt. Ég hélt að þetta væri búið. Mér var sagt að fara til þriðja dýralæknis og fá mat þar og ég fékk það og var búin að heyra hvernig það væri. Þess vegna kom það mér ofboðslega á óvart að fá þetta bréf núna svona rétt fyrir jólin: „Þú hefur bara viku til að andmæla þessu,““ sagði Margrét. Skert lífsgæði vitleysa Hún sagði það vitleysu að Úffi búi við skert lífsgæði. Hann sé orðinn tíu ára og haldinn slitgigt en sé þó í margs konar meðferð. Sjá einnig: Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta „Hann er með verkjalyf, stungulyf sem hann fær einu sinni í mánuði. Svo er hann að komast í leisermeðferð. Svo er ég að bíða eftir því að hann komist í vatnsmeðferð. Þá er hann að synda í kari og á bretti. Það er fullt í gangi svo að honum líði vel. En honum líður ekkert illa, hann fer út að labba þrisvar á dag. Hann leikur með bolta. Hann er bara venjulegur hundur,“ sagði Margrét. Hún sendi andmæli sín til Matvælastofnunar í gær. Þá var henni tilkynnt um að haldinn yrði fundur á morgun, föstudag, þar sem vandlega yrði farið yfir málið og lokaákvörðun tekin.
Matvælastofnun Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Hundar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira