Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2025 21:21 Hér sjáum við helstu nýju verkefni sem hefjast á handa við í vegagerð á næsta ári, samkvæmt því sem meirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis greinir frá í nefndaráliti. grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. Í kvöldfréttum Sýnar var greint frá því að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru taldar upp helstu nýju framkvæmdirnar sem ætlunin er að hefjast handa við á næsta ári. Á höfuðborgarsvæðinu eru það Fossvogsbrúin, sem búið er að semja um við verktaka, og breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes að Hvalfjarðargöngum. Á Vesturlandi fær Snæfellsnesvegur á norðanverðu nesinu brautargengi, líklegast kafli í Helgafellssveit milli Stykkishólmsafleggjara og Álftafjarðar, og á Vestfjörðum lokaáfanginn í Gufudalssveit; stálbogabrú yfir Djúpafjörð. Í Þingeyjarsýslum á að fara í smíði nýrrar brúar yfir Skjálfandafljót í Kinn. Loks á að hefjast handa við langþráð verkefni í Bárðardal; að leggja slitlag á vegarkafla í dalnum vestanmegin. Fjárlaganefnd minnist hins vegar ekki einu orði á að það sem kannski mesta spennan ríkir um; hvar á landinu eigi að grafa næstu jarðgöng. Innviðaráðherrann Eyjólfur Ármannsson upplýsir það væntanlega á blaðamannafundinum sem boðaður er klukkan 10:30 í fyrramálið. Þar mun hann kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Mælt verður fyrir tillögunni á Alþingi í næstu viku. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra munu síðan ásamt Eyjólfi kynna áform um nýtt innviðafélag á sviði samgangna. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Tengdar fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Ístak byggir Fossvogsbrú Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna. 20. nóvember 2025 12:24 Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, tefst um þrjá mánuði hið minnsta. Ástæðan er óleyst kærumál vegna verkútboðsins en Vegagerðin hafnaði tveimur lægstu tilboðunum. 13. ágúst 2025 13:31 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar var greint frá því að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru taldar upp helstu nýju framkvæmdirnar sem ætlunin er að hefjast handa við á næsta ári. Á höfuðborgarsvæðinu eru það Fossvogsbrúin, sem búið er að semja um við verktaka, og breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes að Hvalfjarðargöngum. Á Vesturlandi fær Snæfellsnesvegur á norðanverðu nesinu brautargengi, líklegast kafli í Helgafellssveit milli Stykkishólmsafleggjara og Álftafjarðar, og á Vestfjörðum lokaáfanginn í Gufudalssveit; stálbogabrú yfir Djúpafjörð. Í Þingeyjarsýslum á að fara í smíði nýrrar brúar yfir Skjálfandafljót í Kinn. Loks á að hefjast handa við langþráð verkefni í Bárðardal; að leggja slitlag á vegarkafla í dalnum vestanmegin. Fjárlaganefnd minnist hins vegar ekki einu orði á að það sem kannski mesta spennan ríkir um; hvar á landinu eigi að grafa næstu jarðgöng. Innviðaráðherrann Eyjólfur Ármannsson upplýsir það væntanlega á blaðamannafundinum sem boðaður er klukkan 10:30 í fyrramálið. Þar mun hann kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Mælt verður fyrir tillögunni á Alþingi í næstu viku. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra munu síðan ásamt Eyjólfi kynna áform um nýtt innviðafélag á sviði samgangna.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Tengdar fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Ístak byggir Fossvogsbrú Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna. 20. nóvember 2025 12:24 Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, tefst um þrjá mánuði hið minnsta. Ástæðan er óleyst kærumál vegna verkútboðsins en Vegagerðin hafnaði tveimur lægstu tilboðunum. 13. ágúst 2025 13:31 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43
Ístak byggir Fossvogsbrú Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna. 20. nóvember 2025 12:24
Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, tefst um þrjá mánuði hið minnsta. Ástæðan er óleyst kærumál vegna verkútboðsins en Vegagerðin hafnaði tveimur lægstu tilboðunum. 13. ágúst 2025 13:31
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30