Ístak byggir Fossvogsbrú Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2025 12:24 Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Betri samgöngur Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna. Í tilkynningu frá Betri samgöngum segir að samningurinn hafi verið undirritaður rafrænt í Fossvogi þar framkvæmdir standa nú yfir við gerð landfyllinga fyrir brúna, af þeim Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna og Karli Andreassen, forstjóra Ístaks. „Fossvogsbrú er mikilvægt mannvirki í framtíðar skipulagi samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Brúin verður lykilhluti af fyrstu lotu Borgarlínunnar og mun einnig nýtast Strætó, gangandi og hjólandi. Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgarlínunnar sýnir að samfélagslegur ábati af henni verði um 26 milljarðar til 30 ára og arðsemin um 7%. Það þykir hátt þegar innviðaverkefni eru metin. Fossvogsbrú verður einnig lykilhlekkur í göngu- og hjólastígakerfi höfuðborgarsvæðisins og styttir verulega vegalengdir milli syðri hluta höfuðborgarsvæðisins og miðborgarinnar. Tafir á verklokum myndu hafa slæm áhrif á samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, húsnæðismarkaðinn o.fl. Þá verður brúin mikilvæg fyrir forgangsakstur viðbragðsaðila og styttir viðbragðstíma sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu verulega. FossvogsbrúFossvogsbrú verður 270 m löng og allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Brúin er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsakstri lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs. Framkvæmdatíminn er áætlaður 2025 til 2028. Heildarkostnaður innan fjárheimilda Fossvogsbrú er einn af mörgum verkþáttum í fyrstu lotu Borgarlínunnar. Hér eftir sem hingað til verður lögð rík áhersla á að fyrsta lota Borgarlínunnar, og önnur verkefni Samgöngusáttmálans, verði innan fjárhagsáætlunar uppfærðs sáttmála sem samþykktur var í fyrra. Ætíð verður allra hagkvæmustu leiða leitað til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Þótt samningsfjárhæð sé hærri en kostnaðarmat rúmast heildarkostnaður við byggingu brúarinnar innan fjárheimilda Samgöngusáttmálans þegar allar fjárfestingar fyrstu lotu eru skoðaðar. Léttir á umferð og styttir ferðatíma Gert er ráð fyrir að um 10.000 manns muni nota brúna daglega þegar Borgarlínan er komin í fulla virkni. Það er svipaður fjöldi og notar Hvalfjarðargöngin, fjölförnustu göng landsins. Brúin mun blasa við yfir 70.000 manns sem keyra um Kringlumýrarbraut í Fossvogi daglega og hagnast þeim því hún léttir á umferðinni þar. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað á Kársnesi frá 2013 er öll háð því að brúin verði byggð. Hún mun auka aðgengi að miðborginni og hefur mikil áhrif á ferðatíma að og frá þremur stærstu vinnustöðum landsins sem eru í og við Vatnsmýrina, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítala. Brúin verður staðsett í hjarta höfuðborgarsvæðisins og mun standa þar sem kennileiti um langa framtíð,“ segir í tilkynningunni. Borgarlína Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Samgöngur Vegagerð Byggingariðnaður Tengdar fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tvö tilboð bárust eftir að Betri samgöngur ohf. buðu út smíði Öldu, brúnnar sem á að þvera Fossvoginn. Tilboðin voru bæði umfram áætlun. 1. október 2025 15:11 Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. 2. október 2025 19:38 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Í tilkynningu frá Betri samgöngum segir að samningurinn hafi verið undirritaður rafrænt í Fossvogi þar framkvæmdir standa nú yfir við gerð landfyllinga fyrir brúna, af þeim Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna og Karli Andreassen, forstjóra Ístaks. „Fossvogsbrú er mikilvægt mannvirki í framtíðar skipulagi samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Brúin verður lykilhluti af fyrstu lotu Borgarlínunnar og mun einnig nýtast Strætó, gangandi og hjólandi. Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgarlínunnar sýnir að samfélagslegur ábati af henni verði um 26 milljarðar til 30 ára og arðsemin um 7%. Það þykir hátt þegar innviðaverkefni eru metin. Fossvogsbrú verður einnig lykilhlekkur í göngu- og hjólastígakerfi höfuðborgarsvæðisins og styttir verulega vegalengdir milli syðri hluta höfuðborgarsvæðisins og miðborgarinnar. Tafir á verklokum myndu hafa slæm áhrif á samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, húsnæðismarkaðinn o.fl. Þá verður brúin mikilvæg fyrir forgangsakstur viðbragðsaðila og styttir viðbragðstíma sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu verulega. FossvogsbrúFossvogsbrú verður 270 m löng og allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Brúin er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsakstri lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs. Framkvæmdatíminn er áætlaður 2025 til 2028. Heildarkostnaður innan fjárheimilda Fossvogsbrú er einn af mörgum verkþáttum í fyrstu lotu Borgarlínunnar. Hér eftir sem hingað til verður lögð rík áhersla á að fyrsta lota Borgarlínunnar, og önnur verkefni Samgöngusáttmálans, verði innan fjárhagsáætlunar uppfærðs sáttmála sem samþykktur var í fyrra. Ætíð verður allra hagkvæmustu leiða leitað til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Þótt samningsfjárhæð sé hærri en kostnaðarmat rúmast heildarkostnaður við byggingu brúarinnar innan fjárheimilda Samgöngusáttmálans þegar allar fjárfestingar fyrstu lotu eru skoðaðar. Léttir á umferð og styttir ferðatíma Gert er ráð fyrir að um 10.000 manns muni nota brúna daglega þegar Borgarlínan er komin í fulla virkni. Það er svipaður fjöldi og notar Hvalfjarðargöngin, fjölförnustu göng landsins. Brúin mun blasa við yfir 70.000 manns sem keyra um Kringlumýrarbraut í Fossvogi daglega og hagnast þeim því hún léttir á umferðinni þar. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað á Kársnesi frá 2013 er öll háð því að brúin verði byggð. Hún mun auka aðgengi að miðborginni og hefur mikil áhrif á ferðatíma að og frá þremur stærstu vinnustöðum landsins sem eru í og við Vatnsmýrina, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítala. Brúin verður staðsett í hjarta höfuðborgarsvæðisins og mun standa þar sem kennileiti um langa framtíð,“ segir í tilkynningunni.
FossvogsbrúFossvogsbrú verður 270 m löng og allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Brúin er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsakstri lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs. Framkvæmdatíminn er áætlaður 2025 til 2028.
Borgarlína Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Samgöngur Vegagerð Byggingariðnaður Tengdar fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tvö tilboð bárust eftir að Betri samgöngur ohf. buðu út smíði Öldu, brúnnar sem á að þvera Fossvoginn. Tilboðin voru bæði umfram áætlun. 1. október 2025 15:11 Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. 2. október 2025 19:38 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tvö tilboð bárust eftir að Betri samgöngur ohf. buðu út smíði Öldu, brúnnar sem á að þvera Fossvoginn. Tilboðin voru bæði umfram áætlun. 1. október 2025 15:11
Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. 2. október 2025 19:38