Innlent

Öku­maður og far­þegi á gjör­gæslu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun.
Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Vísir

Ökumaður og farþegi bíls sem slösuðust í bílveltu á Suðurstrandarvegi í morgun liggja á gjörgæsludeild Landspítalans en eru með meðvitund.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

„Af umferðarslysinu sem varð fyrr í morgun er það að frétta að ökumaður og farþegi eru með meðvitund en dvelja á gjörgæsludeild vegna áverka og frekari umönnunar,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að rannsókn málsins haldi áfram en rannsóknarvinnu sé lokið á vettvangi. Fleira kemur ekki fram í tilkynningunni.

Klukkan 08:24 barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt var á Landspítalann.


Tengdar fréttir

Al­var­legt um­ferðar­slys á Suður­strandar­vegi

Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Tveir eru alverlega slasaðir og standa aðgerðir yfir á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt er á Landspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×