Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 14:32 Abel Braga (t.v. á mynd) hafði verið í fríi frá þjálfun í þrjú ár þegar kallið kom frá hans gamla félagi Internacional. Getty/Alexandre Loureiro Brasilíski fótboltaþjálfarinn Abel Braga ákvað að snúa aftur í þjálfun um helgina, í von um að bjarga sínu gamla liði Internacional frá falli úr efstu deild Brasilíu. Hann olli hins vegar óánægju með ósmekklegum ummælum um bleikar æfingatreyjur liðsins strax á fyrsta blaðamannafundi. Þegar hinn 73 ára Braga var kynntur til leiks í gær, í borginni Porto Alegre, sagði hann frá samtali sínu við íþróttastjórann Andres D‘Alessandro. „Ég sagði: Ég vil ekki hafa það að liðið mitt æfi í bleikum treyjum, þeir líta út eins og lið af einhverjum föggum.“ Hann var svo spurður nánar út í þessi ummæli og sagðist aðeins hafa notað þau í léttum tóni til þess að gíra upp leikmannahópinn sinn. Dagurinn var hins vegar ekki liðinn þegar Braga hafði svo beðist afsökunar, á Instagram: „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét óviðeigandi ummæli falla varðandi bleika litinn á blaðamannafundinum mínum. Áður en þetta fer víðar þá biðst ég afsökunar. Litir skilgreina ekki kyn. Það sem skilgreinir þau er persónuleikinn,“ sagði Braga samkvæmt frétt Reuters. Braga hefur á löngum þjálfaraferli oft stýrt Internacional og gerði liðið meðal annars að heimsmeistara félagsliða í fyrsta og eina skiptið, árið 2006, með sigri gegn Barcelona í úrslitaleik. Hann hafði verið hættur í þjálfun í þrjú ár þegar Internacional fékk hann til að snúa aftur en liðið er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Tvö lið eru þegar fallin og tvö þessara liða koma til með að falla einnig: Ceará (43 stig), Vitória (42), Santos 41), Internacional (41) og Fortaleza (40). Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þegar hinn 73 ára Braga var kynntur til leiks í gær, í borginni Porto Alegre, sagði hann frá samtali sínu við íþróttastjórann Andres D‘Alessandro. „Ég sagði: Ég vil ekki hafa það að liðið mitt æfi í bleikum treyjum, þeir líta út eins og lið af einhverjum föggum.“ Hann var svo spurður nánar út í þessi ummæli og sagðist aðeins hafa notað þau í léttum tóni til þess að gíra upp leikmannahópinn sinn. Dagurinn var hins vegar ekki liðinn þegar Braga hafði svo beðist afsökunar, á Instagram: „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét óviðeigandi ummæli falla varðandi bleika litinn á blaðamannafundinum mínum. Áður en þetta fer víðar þá biðst ég afsökunar. Litir skilgreina ekki kyn. Það sem skilgreinir þau er persónuleikinn,“ sagði Braga samkvæmt frétt Reuters. Braga hefur á löngum þjálfaraferli oft stýrt Internacional og gerði liðið meðal annars að heimsmeistara félagsliða í fyrsta og eina skiptið, árið 2006, með sigri gegn Barcelona í úrslitaleik. Hann hafði verið hættur í þjálfun í þrjú ár þegar Internacional fékk hann til að snúa aftur en liðið er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Tvö lið eru þegar fallin og tvö þessara liða koma til með að falla einnig: Ceará (43 stig), Vitória (42), Santos 41), Internacional (41) og Fortaleza (40).
Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira