Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. nóvember 2025 22:47 Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, voru í kvöldfréttum Sýnar og ræddu þar um fæðingarorlofsmálin. Sýn Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. Í vikunni hefur mikið verið fjallað um fæðingarorlofskerfið í kjölfar þess að læknanemi stakk niður penna á Vísi og gagnrýndi kerfið harðlega. Þar gagnrýndi hún meðal annars afstöðu Kvenréttindafélags Íslands gagnvart þingsályktunartillögunni um aukið valfrelsi, og hvatti samtökin til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, ræddu um fæðingarorlofskerfið í kvöldfréttum Sýnar. Nanna segir í sambandi við tillögu Miðflokksins um frjálsa ráðstöfun orlofsins, að fyrst fólki sé treystandi til að eignast börn, hljótum við að geta treyst þeim til að velja hvernig hentar þeirra lífi best að skipta mánuðunum í orlofinu. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að ummönnunarbyrðin færist alfarið yfir á móðurina ef af breytingunum yrði. Frekar ætti að huga að því að gera frekari breytingar á kerfinu þannig að konur í orlofi missi ekki af lífeyrisréttindum. „Nei við höfum ekki miklar áhyggjur af því, ég held við ættum frekar að huga að því að fara í öðruvísi hvata.“ „Til dæmis eru áhyggjur af því að konur eða mæður missi af lífeyrisréttindum, þá skulum við frekar tækla það og hafa jákvæða hvata, þannig hjón og sambýlisfólk, foreldrar, geti stýrt því að skipta á milli sín lífeyrisréttindum. Það þarf ekki að vera nema eitt hak í skattframtalinu okkar.“ „Allavega er alveg ljóst, að það ætti að vera meira hlutfall sem mætti skipta á milli sín, þannig vel ætti að vera.“ Ber virðingu fyrir ákvörðun fjölskyldna Ragna hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi, og ber virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem hver kona, hvert par, eða fjölskylda tekur. „Hins vegar verð ég að taka undir það sjónarmið sem kom fram í innslaginu hér áðan, að það er auðvitað þannig við sjáum það bæði hér á landi í skýrslu fæðingarorlofssjóðs, og líka í öðrum löndum, að feður almennt taka það hlutfall fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum, það er að segja óframseljanlegur réttinn.“ „Ég tek gjarnan undir það, og líka að einhverju leyti er litið til okkar á Íslandi, fyrir það að kerfið okkar er líka sveigjanlegt, og það er auðvitað ákveðinn sveigjanleiki í því.“ Bæta þurfi leikskólamálin Ragna segir að leikskólamálin skipti gríðarlegu máli í þessari umræðu. Þingmaður Samfylkingarinnar hafi lagt fram frumvarp þess efnis að leikskólapláss verði lögfest, eins og á Norðurlöndunum. Nanna Margrét sagði að til þess að greiða úr leikskólavandanum þyrfti að leyfa einkafyrirtækjum að vera með leikskóla á vinnustöðunum. „Nú er til dæmis Arion banki, þeir tóku skref, en þurftu að hafa mikið fyrir því að fá að vera með leiksólaþjónustu.“ Fæðingarorlof Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35 Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 30. júní 2025 23:41 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Í vikunni hefur mikið verið fjallað um fæðingarorlofskerfið í kjölfar þess að læknanemi stakk niður penna á Vísi og gagnrýndi kerfið harðlega. Þar gagnrýndi hún meðal annars afstöðu Kvenréttindafélags Íslands gagnvart þingsályktunartillögunni um aukið valfrelsi, og hvatti samtökin til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, ræddu um fæðingarorlofskerfið í kvöldfréttum Sýnar. Nanna segir í sambandi við tillögu Miðflokksins um frjálsa ráðstöfun orlofsins, að fyrst fólki sé treystandi til að eignast börn, hljótum við að geta treyst þeim til að velja hvernig hentar þeirra lífi best að skipta mánuðunum í orlofinu. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að ummönnunarbyrðin færist alfarið yfir á móðurina ef af breytingunum yrði. Frekar ætti að huga að því að gera frekari breytingar á kerfinu þannig að konur í orlofi missi ekki af lífeyrisréttindum. „Nei við höfum ekki miklar áhyggjur af því, ég held við ættum frekar að huga að því að fara í öðruvísi hvata.“ „Til dæmis eru áhyggjur af því að konur eða mæður missi af lífeyrisréttindum, þá skulum við frekar tækla það og hafa jákvæða hvata, þannig hjón og sambýlisfólk, foreldrar, geti stýrt því að skipta á milli sín lífeyrisréttindum. Það þarf ekki að vera nema eitt hak í skattframtalinu okkar.“ „Allavega er alveg ljóst, að það ætti að vera meira hlutfall sem mætti skipta á milli sín, þannig vel ætti að vera.“ Ber virðingu fyrir ákvörðun fjölskyldna Ragna hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi, og ber virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem hver kona, hvert par, eða fjölskylda tekur. „Hins vegar verð ég að taka undir það sjónarmið sem kom fram í innslaginu hér áðan, að það er auðvitað þannig við sjáum það bæði hér á landi í skýrslu fæðingarorlofssjóðs, og líka í öðrum löndum, að feður almennt taka það hlutfall fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum, það er að segja óframseljanlegur réttinn.“ „Ég tek gjarnan undir það, og líka að einhverju leyti er litið til okkar á Íslandi, fyrir það að kerfið okkar er líka sveigjanlegt, og það er auðvitað ákveðinn sveigjanleiki í því.“ Bæta þurfi leikskólamálin Ragna segir að leikskólamálin skipti gríðarlegu máli í þessari umræðu. Þingmaður Samfylkingarinnar hafi lagt fram frumvarp þess efnis að leikskólapláss verði lögfest, eins og á Norðurlöndunum. Nanna Margrét sagði að til þess að greiða úr leikskólavandanum þyrfti að leyfa einkafyrirtækjum að vera með leikskóla á vinnustöðunum. „Nú er til dæmis Arion banki, þeir tóku skref, en þurftu að hafa mikið fyrir því að fá að vera með leiksólaþjónustu.“
Fæðingarorlof Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35 Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 30. júní 2025 23:41 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35
Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 30. júní 2025 23:41