Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 07:02 Sydney Leroux í leik með liði Angel City í bandarísku deildinni. Getty/Marcus Ingram Bandaríska knattspyrnukonan Sydney Leroux er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur og ein af lykilmönnum Angel City. Hún ákvað að stíga fram og segja frá glímu sinni utan vallar. Leroux hefur skorað 35 mörk fyrir bandaríska landsliðið og hefur bæði orðið heimsmeistari og Ólympíumeistari. Hún hefur lengi verið í hópi bestu knattspyrnukvenna Bandaríkjamanna og á að baki frábæran feril. Það hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum. Leroux sagði frá glímu sinni við lystarstol og að hún vilji stíga fram þótt það sé henni mjög erfitt vegna þess að það gæti mögulega bjargað einhverjum í sömu sporum. Aðeins ein af mörgum „Sagan mín er aðeins ein af mörgum. Hún er það sem við felum okkur fyrir, skömmumst okkar fyrir og forðumst algjörlega. Rannsóknir sýna að ein af hverjum fimm íþróttakonum sýnir merki um átröskun og í álagssporti getur hlutfallið náð fjörutíu prósentum eða meira,“ skrifaði Sydney Leroux. „Átraskanir hverfa ekki þótt við þegjum. Þær dafna í þögninni. Ég neita að láta óttann halda áfram að þagga niður í mér. Við þurfum að tala um það sem við höfum forðast allt of lengi. Ég tjái mig í von um að það opni dyrnar fyrir öruggari og heiðarlegri umræðu um átraskanir í kvennaíþróttum, því þögnin hefur aldrei bjargað neinum,“ skrifaði Leroux í færslu sinni en þar mátti einnig finna einlægt myndband. Langaði í raun aldrei að deila „Ég hef fréttir sem mig langaði í raun aldrei að deila. Sem mig langaði í raun aldrei að upplifa,“ sagði Leroux. „Ég er afar berskjölduð, ég skammast mín og ég er vonsvikin með sjálfa mig. Ég er reið við sjálfa mig fyrir að valda öðrum vonbrigðum og er bara hrædd. Ég er í raun alveg skíthrædd,“ sagði Leroux. Ég hélt ekki að það væri vandamál „Ég mun samt aldrei láta óttann verða stærri en möguleikann á að bjarga lífi einhvers. Ég var greind með lystarstol. Ég hef lifað með því eins lengi og ég man. Ég hélt ekki að það væri vandamál. Ég hélt bara að þetta væri hvernig líkaminn minn brygðist við pressunni sem ég setti á hann, eða kvíða, eða því að geta ekki gert allt,“ sagði Leroux. „Ég vil bara opna þessa umræðu svo við getum talað meira um þetta, því þetta er til staðar í kvennaíþróttum, þetta er komið til að vera og við tölum ekki um það. Ég vil breyta því. Ég vona að þessi skilaboð nái til einhvers og að þú vitir að þú ert ekki ein/n og að það sé von og bati og ég er hér fyrir þig,“ sagði Leroux eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sydney Leroux (@sydneyleroux) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Leroux hefur skorað 35 mörk fyrir bandaríska landsliðið og hefur bæði orðið heimsmeistari og Ólympíumeistari. Hún hefur lengi verið í hópi bestu knattspyrnukvenna Bandaríkjamanna og á að baki frábæran feril. Það hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum. Leroux sagði frá glímu sinni við lystarstol og að hún vilji stíga fram þótt það sé henni mjög erfitt vegna þess að það gæti mögulega bjargað einhverjum í sömu sporum. Aðeins ein af mörgum „Sagan mín er aðeins ein af mörgum. Hún er það sem við felum okkur fyrir, skömmumst okkar fyrir og forðumst algjörlega. Rannsóknir sýna að ein af hverjum fimm íþróttakonum sýnir merki um átröskun og í álagssporti getur hlutfallið náð fjörutíu prósentum eða meira,“ skrifaði Sydney Leroux. „Átraskanir hverfa ekki þótt við þegjum. Þær dafna í þögninni. Ég neita að láta óttann halda áfram að þagga niður í mér. Við þurfum að tala um það sem við höfum forðast allt of lengi. Ég tjái mig í von um að það opni dyrnar fyrir öruggari og heiðarlegri umræðu um átraskanir í kvennaíþróttum, því þögnin hefur aldrei bjargað neinum,“ skrifaði Leroux í færslu sinni en þar mátti einnig finna einlægt myndband. Langaði í raun aldrei að deila „Ég hef fréttir sem mig langaði í raun aldrei að deila. Sem mig langaði í raun aldrei að upplifa,“ sagði Leroux. „Ég er afar berskjölduð, ég skammast mín og ég er vonsvikin með sjálfa mig. Ég er reið við sjálfa mig fyrir að valda öðrum vonbrigðum og er bara hrædd. Ég er í raun alveg skíthrædd,“ sagði Leroux. Ég hélt ekki að það væri vandamál „Ég mun samt aldrei láta óttann verða stærri en möguleikann á að bjarga lífi einhvers. Ég var greind með lystarstol. Ég hef lifað með því eins lengi og ég man. Ég hélt ekki að það væri vandamál. Ég hélt bara að þetta væri hvernig líkaminn minn brygðist við pressunni sem ég setti á hann, eða kvíða, eða því að geta ekki gert allt,“ sagði Leroux. „Ég vil bara opna þessa umræðu svo við getum talað meira um þetta, því þetta er til staðar í kvennaíþróttum, þetta er komið til að vera og við tölum ekki um það. Ég vil breyta því. Ég vona að þessi skilaboð nái til einhvers og að þú vitir að þú ert ekki ein/n og að það sé von og bati og ég er hér fyrir þig,“ sagði Leroux eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sydney Leroux (@sydneyleroux)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira