Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistara­deildar­sigri liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Bjarki Daðason fagnar marki sínu á Parken í kvöld.
Viktor Bjarki Daðason fagnar marki sínu á Parken í kvöld. EPA/Ida Marie Odgaard

Danska Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið vann 3-2 heimasigur á Kairat Almaty frá Kasakstan á Parken.

Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki Daðason fékk tækifæri í byrjunarliðinu hjá FCK og skoraði fyrsta mark danska liðsins á 26. mínútu.

Markið skoraði Viktor Bjarki á 26. mínútu leiksins. Hann fylgdi þá eftir skoti liðsfélaga síns og skallaði boltann í markið af stuttu færi.

Viktor fékk fleiri færi í fyrri hálfleiknum og var mjög ógnandi.

FCK komst síðan í 3-0 í seinni hálfleiknum eftir mörk frá Jordan Larsson úr víti á 59. mínútu og mark frá Robert á 73. mínútu.

Dastan Satpaev minnkaði muninn fyrir Kasakana á 81. mínútu og á 90. mínútu minnkaði Olzhas Baybek muninn í eitt mark. Markið þýddi að það var komin óvænt spenna í leikinn á lokamínútunum.

Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni á tímabilinu en hann skoraði einnig á móti Dortmund og varð þá þriðji yngsti markaskorarinn í sögunni í Meistaradeildinni.

Þetta var fyrsti sigur FCK í Meistaradeildinni í vetur en liðið hafði aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum sínum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira