„Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 12:48 Baldur Sigurðsson var alls ekki hrifinn af ákvörðun Pep Guardiola í gær þegar hann gjörbreytti byrjunarliði Manchester City. Sýn Sport Pep Guardiola fékk á baukinn í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöld eftir 2-0 tap Manchester City gegn Leverkusen á heimavelli. Spánverjinn gerði heilar tíu breytingar á sínu liði frá leiknum við Newcastle um helgina og fannst sérfræðingunum það jaðra við vanvirðingu. City mistókst að skora í þriðja sinn á þessu tímabili og sagði Baldur Sigurðsson ljóst hver aðalástæðan fyrir því væri: „Haaland skorar öll mörkin fyrir þá og hann byrjaði ekki inná. Hann reyndar kom inná eftir 65 mínútur og komst í færi of snemma, þegar hann var ekki kominn í neinn takt við leikinn. En það breytist samt mikið strax þegar Haaland kemur inn á,“ sagði Baldur en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Tíu breytingar Guardiola „Það fer í taugarnar á mér að hann geri tíu breytingar á liðinu,“ sagði Baldur og hélt áfram: „Þeir eiga heimaleik á móti Leeds í næstu umferð. Þeir eru ekki öruggir í topp átta í Meistaradeildinni og eiga Real Madrid í næsta leik þar. Þjálfararnir í ensku gera svona í deildabikarnum en að gera þetta í Meistaradeildinni finnst mér svo skrýtið. Þetta er eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð. Þeir fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið eftir þessar tíu breytingar. Leverkusen er mjög gott lið sem hefur verið að rífa sig í gang síðustu vikur eftir að hafa skipt um þjálfara.“ Atli Viðar Björnsson tók undir þetta og sagði: „Þetta er líka erfitt fyrir þá sem fá sénsinn. Tíu nýir og þá er einhvern veginn enginn í takti. Þetta verður alltaf stirt og þvingað. City er bara með tíu stig og þeir þurfa 16-17 til að komast í topp átta, sem þetta snýst um. Hann [Guardiola] er þá væntanlega búinn að sjá fyrir mér 6-7 stig í leikjunum þremur sem þeir eiga eftir. Það sem er áhugavert líka er að City á heimavelli í Meistaradeildinni hefur verið algjört skrímsli. 23 leikir í röð án taps og unnu 20 af þeim en hann kastaði því út á hafsauga í kvöld.“ Meistaradeildarmörkin og Meistaradeildarmessan verða aftur á sínum stað á Sýn Sport í kvöld. Í Messunni er fylgst með öllu sem gerist samtímis og hefst hún klukkan 19:30 en kvöldið verður svo gert upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. 26. nóvember 2025 08:31 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Spánverjinn gerði heilar tíu breytingar á sínu liði frá leiknum við Newcastle um helgina og fannst sérfræðingunum það jaðra við vanvirðingu. City mistókst að skora í þriðja sinn á þessu tímabili og sagði Baldur Sigurðsson ljóst hver aðalástæðan fyrir því væri: „Haaland skorar öll mörkin fyrir þá og hann byrjaði ekki inná. Hann reyndar kom inná eftir 65 mínútur og komst í færi of snemma, þegar hann var ekki kominn í neinn takt við leikinn. En það breytist samt mikið strax þegar Haaland kemur inn á,“ sagði Baldur en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Tíu breytingar Guardiola „Það fer í taugarnar á mér að hann geri tíu breytingar á liðinu,“ sagði Baldur og hélt áfram: „Þeir eiga heimaleik á móti Leeds í næstu umferð. Þeir eru ekki öruggir í topp átta í Meistaradeildinni og eiga Real Madrid í næsta leik þar. Þjálfararnir í ensku gera svona í deildabikarnum en að gera þetta í Meistaradeildinni finnst mér svo skrýtið. Þetta er eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð. Þeir fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið eftir þessar tíu breytingar. Leverkusen er mjög gott lið sem hefur verið að rífa sig í gang síðustu vikur eftir að hafa skipt um þjálfara.“ Atli Viðar Björnsson tók undir þetta og sagði: „Þetta er líka erfitt fyrir þá sem fá sénsinn. Tíu nýir og þá er einhvern veginn enginn í takti. Þetta verður alltaf stirt og þvingað. City er bara með tíu stig og þeir þurfa 16-17 til að komast í topp átta, sem þetta snýst um. Hann [Guardiola] er þá væntanlega búinn að sjá fyrir mér 6-7 stig í leikjunum þremur sem þeir eiga eftir. Það sem er áhugavert líka er að City á heimavelli í Meistaradeildinni hefur verið algjört skrímsli. 23 leikir í röð án taps og unnu 20 af þeim en hann kastaði því út á hafsauga í kvöld.“ Meistaradeildarmörkin og Meistaradeildarmessan verða aftur á sínum stað á Sýn Sport í kvöld. Í Messunni er fylgst með öllu sem gerist samtímis og hefst hún klukkan 19:30 en kvöldið verður svo gert upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. 26. nóvember 2025 08:31 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. 26. nóvember 2025 08:31