Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2025 10:40 Fyrirhugaður gangamunni Fjarðarheiðarganga Egilsstaðamegin. Þar mun hann tengjast þjóðveginum um Fagradal. Mannvit/Vegagerðin Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. „Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga: Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
„Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga:
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43