Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 07:57 Enn er þónokkuð í kosningar en sem stendur mælist Jordan Bardella líklegastur til að verða næsti forseti Frakklands. AP/Virginia Mayo Í fyrsta sinn mælist hinn franski Jordan Bardella, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, líklegastur til að sigra forsetakosningarnar þar í landi 2027 samkvæmt spá Odoxa. Hinn þrítugi Bardella tók við sem formaður flokksins af Marine Le Pen en samkvæmt nýrri könnun greiningarfyrirtækisins Odoxa þykir hann líklegastur til að hljóta flest atkvæði ef gengið væri til kosninga í dag, óháð því hverjir andstæðingar hans verða. Þátttakendur könnunarinnar sem Reuters greinir frá voru um þúsund talsins en hún var gerð dagana 19. og 20. nóvember. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að Bardella myndi fá annað hvort 35% eða 36% atkvæða í fyrstu umferð háð því hverjir mótherjarnir væru. Hins vegar myndi hann hafa betur en allir aðrir mögulegir frambjóðendur í annarri umferð. Ekki ávísun á sigur Reynslan sýnir aftur á móti að góður árangur í skoðanakönnunum svo löngu fyrir kosningar gefur ekki endilega til kynna hver úrslit verða þegar loks kemur að kosningum. Í könnuninni var fylgi við Bardella mælt á móti róttæka vinstrimanninum Jean-Luc Melenchon, hófsamari vinstrimanninum Raphael Glucksmann og miðjumönnunum og fyrrverandi forsætisráðherrunum Gabriel Attal og Edouard Philippe. „Því miður fyrir Jordan Bardella og stuðningsmenn hans, og sem betur fer fyrir alla aðra, þá er það engin ávísun á árangur að leiða örugglega í skoðanakönnunum svo mörgum mánuðum fyrir forsetakosningar,“ segir í tilkynningu Odoxa um könnunina. Vinsælli en Le Pen Í aðdraganda fyrri kosninga hafa bæði Marine Le Pen og faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, mætt stjórnmálabandalögum sem í þrígang hafa lagt feðginin í annarri umferð forsetakosninga. Líkt og kunnugt er hefur henni 57 ára gömlu Le Pen verið meinað að bjóða sig fram í fimm ár eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að hún hefði gerst uppvís að fjármálamisferli. Hún hefur áfrýjað niðurstöðunni en Bardella, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda umfram Le Pen, þykir augljóst forsetaefni flokksins í komandi kosningum ef Le Pen verður áfram ómögulegt sjálfri að bjóða fram. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ Sjá meira
Þátttakendur könnunarinnar sem Reuters greinir frá voru um þúsund talsins en hún var gerð dagana 19. og 20. nóvember. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að Bardella myndi fá annað hvort 35% eða 36% atkvæða í fyrstu umferð háð því hverjir mótherjarnir væru. Hins vegar myndi hann hafa betur en allir aðrir mögulegir frambjóðendur í annarri umferð. Ekki ávísun á sigur Reynslan sýnir aftur á móti að góður árangur í skoðanakönnunum svo löngu fyrir kosningar gefur ekki endilega til kynna hver úrslit verða þegar loks kemur að kosningum. Í könnuninni var fylgi við Bardella mælt á móti róttæka vinstrimanninum Jean-Luc Melenchon, hófsamari vinstrimanninum Raphael Glucksmann og miðjumönnunum og fyrrverandi forsætisráðherrunum Gabriel Attal og Edouard Philippe. „Því miður fyrir Jordan Bardella og stuðningsmenn hans, og sem betur fer fyrir alla aðra, þá er það engin ávísun á árangur að leiða örugglega í skoðanakönnunum svo mörgum mánuðum fyrir forsetakosningar,“ segir í tilkynningu Odoxa um könnunina. Vinsælli en Le Pen Í aðdraganda fyrri kosninga hafa bæði Marine Le Pen og faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, mætt stjórnmálabandalögum sem í þrígang hafa lagt feðginin í annarri umferð forsetakosninga. Líkt og kunnugt er hefur henni 57 ára gömlu Le Pen verið meinað að bjóða sig fram í fimm ár eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að hún hefði gerst uppvís að fjármálamisferli. Hún hefur áfrýjað niðurstöðunni en Bardella, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda umfram Le Pen, þykir augljóst forsetaefni flokksins í komandi kosningum ef Le Pen verður áfram ómögulegt sjálfri að bjóða fram.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ Sjá meira