Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Samantha Smith hefur möguelga leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. vísir / diego Óhætt er að segja að Bandaríkjakonan Sammie Smith hafi átt góðu gengi að fagna sem leikmaður Breiðabliks. Vera má að ótrúlegur sigur á Danmerkurmeisturum Hjörring í vikunni hafi verið hennar síðasti leikur fyrir liðið. Það var sannarlega ótrúlegur leikur á Jótlandi þar sem Blikakonur unnu samanlagðan 4-3 sigur eftir að hafa lent 3-0 undir. „Guð minn góður. Þegar við lentum 1-0 undir hugsaði ég bara: „Guð minn góður, við þurfum að skora þrjú mörk“ og svo komast þær í 2-0 og þá hugsaði ég: „Guð minn góður, nú þurfum við að skora fjögur.“ En við mættum miklu betur til leiks í seinni hálfleik og þegar Karitas kom inn á þá kom hún með aðra orku inn í liðið og hún breytti leiknum.“ „Svo þegar við skorum fyrsta markið þá fundum við að við gætum mögulega náð þessu og við héldum bara áfram. Svo endum við á að vinna og það var algjörlega sturlað.“ Hún skoraði annað mark Blika áður en liðið fékk aukaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma, marki undir. „Nokkrum mínútum áður hafði ég skotið hornspyrnu í hliðarnetið og ég hugsaði: „Skjóttu þessu á rammann. Ekki klúðra þessu.“ Mjög jákvæð hugsun. En mér tókst að koma boltanum inn í svæði þar sem við gátum gert eitthvað. Það var heppnisstimpill á snertingunni og boltinn fór á réttan stað. Ég er hæstánægð með það.“ Smith hefur farið mikinn hér á landi síðustu tvö sumur. Hún vann bæði Lengjudeildina með FHL og Bestu deildina með Breiðabliki í fyrra og vann tvöfalt með Blikum í ár. Samningur hennar í Kópavogi er runninn út og vera má að hún flytji sig um set, annað hvort á meginland Evrópu eða heim til Bandaríkjanna. „Mögulega,“ sagði Smith er hún var spurð út í hvort þetta hafi verið hennar síðasti leikur fyrir Breiðablik. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Miklar tilfinningar hafa byggst upp á þessari leiktíð og þetta er magnaður hópur af stelpum. Við erum svo nátengdar innan vallar sem utan og það er sjaldgæft. Að ná svona góðum árangri á leiktíðinni og ég fann fyrir svo miklum létti og við gáfum tilfinningunum lausan tauminn. Ég elska allar þessar stelpur og ég vona að ég sjái þær aftur. Við sjáum til.“ Á meðan hún finnur út úr næstu skrefum ætlar hún að njóta með fjölskyldunni en Smith flýgur vestur um haf í dag. „Við ætlum að halda upp á Þakkargjörðarhátíðina og borða góðan mat. Þetta er fullkominn tími til að fara heim, halda hátíð og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Ég get ekki beðið.“ Viðtalið við Sammie Smith í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sammie Smith um ótrúlegan sigur Blika og framtíðina Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Það var sannarlega ótrúlegur leikur á Jótlandi þar sem Blikakonur unnu samanlagðan 4-3 sigur eftir að hafa lent 3-0 undir. „Guð minn góður. Þegar við lentum 1-0 undir hugsaði ég bara: „Guð minn góður, við þurfum að skora þrjú mörk“ og svo komast þær í 2-0 og þá hugsaði ég: „Guð minn góður, nú þurfum við að skora fjögur.“ En við mættum miklu betur til leiks í seinni hálfleik og þegar Karitas kom inn á þá kom hún með aðra orku inn í liðið og hún breytti leiknum.“ „Svo þegar við skorum fyrsta markið þá fundum við að við gætum mögulega náð þessu og við héldum bara áfram. Svo endum við á að vinna og það var algjörlega sturlað.“ Hún skoraði annað mark Blika áður en liðið fékk aukaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma, marki undir. „Nokkrum mínútum áður hafði ég skotið hornspyrnu í hliðarnetið og ég hugsaði: „Skjóttu þessu á rammann. Ekki klúðra þessu.“ Mjög jákvæð hugsun. En mér tókst að koma boltanum inn í svæði þar sem við gátum gert eitthvað. Það var heppnisstimpill á snertingunni og boltinn fór á réttan stað. Ég er hæstánægð með það.“ Smith hefur farið mikinn hér á landi síðustu tvö sumur. Hún vann bæði Lengjudeildina með FHL og Bestu deildina með Breiðabliki í fyrra og vann tvöfalt með Blikum í ár. Samningur hennar í Kópavogi er runninn út og vera má að hún flytji sig um set, annað hvort á meginland Evrópu eða heim til Bandaríkjanna. „Mögulega,“ sagði Smith er hún var spurð út í hvort þetta hafi verið hennar síðasti leikur fyrir Breiðablik. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Miklar tilfinningar hafa byggst upp á þessari leiktíð og þetta er magnaður hópur af stelpum. Við erum svo nátengdar innan vallar sem utan og það er sjaldgæft. Að ná svona góðum árangri á leiktíðinni og ég fann fyrir svo miklum létti og við gáfum tilfinningunum lausan tauminn. Ég elska allar þessar stelpur og ég vona að ég sjái þær aftur. Við sjáum til.“ Á meðan hún finnur út úr næstu skrefum ætlar hún að njóta með fjölskyldunni en Smith flýgur vestur um haf í dag. „Við ætlum að halda upp á Þakkargjörðarhátíðina og borða góðan mat. Þetta er fullkominn tími til að fara heim, halda hátíð og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Ég get ekki beðið.“ Viðtalið við Sammie Smith í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sammie Smith um ótrúlegan sigur Blika og framtíðina
Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira