Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 06:31 Viktor Bjarki Daðason fær vonandi að spila stórleikinn í dag. EPA/Liselotte Sabroe Það er stórleikur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem Viktor Bjarki Daðason og félagar í FCK Kaupmannahöfn taka á móti nágrönnum sínum í Bröndby. Þetta verður væntanlega sögulegur leikur hjá þessum hatrömmu nágrönnum því að öllu óbreyttu verður þetta í síðasta sinn sem stuðningsmenn gestaliðsins eru ekki velkomnir á þennan nágrannaslag. Danski nágrannaslagurinn milli FC Kaupmannahafnar og Bröndby IF er án efa stærsti viðburðurinn í danskri knattspyrnu. Síðasta árið hafa viðburðirnir verið skugginn af sjálfum sér þar sem stuðningsmönnum gestaliðsins hefur verið bannað að mæta á leiki gegn erkifjendunum vegna vaxandi óeirða milli hópa í stuðningsmannahópum félaganna. 20 spillere er udtaget til truppen til søndagens Derby i Parken mod Brøndby IF 👇🏼Husk at alle FCK-fans opfordres til at samles på Øster Alle kl. 10.00 og tage imod spillerne, når de ankommer ad Øster Alle fra Trianglen #fcklive #sldk https://t.co/PjIZcNwMgy— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Í dag í Parken verður það einnig raunin því aðeins stuðningsmenn FCK verða viðstaddir en það er vonandi í allra síðasta sinn sem stuðningsmenn FCK og Brøndby geta ekki verið viðstaddir á sama leikvangi. Þetta staðfestir Claus Thomsen, forstjóri dönsku deildarinnar, í samtali við TV 2 Sport. „Almennt séð óskum við þess hjá dönsku deildinni að á öllum leikjum í danskri knattspyrnu geti verið áhorfendur frá báðum liðum og ákvörðunin er nú sú að þannig skuli það vera árið 2026. Þá afnemum við fyrirmælin um að félögin megi ekki hafa stuðningsmenn gestaliðsins á nágrannaslögum í Kaupmannahöfn,“ sagði Claus Thomsen. Bannið stendur því enn en þrír síðustu nágrannaslagir Kaupmannahafnarliðanna hafa farið rólega fram án stuðningsmanna gestaliðsins. 𝐅𝐨𝐫 𝐤𝐥𝐮𝐛𝐛𝐞𝐧 𝐨𝐠 𝐛𝐲𝐞𝐧.#fcklive #sldk pic.twitter.com/isNB2WywVR— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Væntanlegur er nýr lagapakki hjá dönsku ríkisstjórninni sem gefur félögum og lögreglu betri skilyrði í baráttunni gegn fótboltabullum. „Það er ekki hægt að spila næsta nágrannaslag fyrr en í fyrsta lagi í úrslitakeppninni, sem hefst í mars, þannig að bakgrunnurinn fyrir tímasetningu ákvörðunarinnar er að á þeim tímapunkti verður nýi lagapakkinn kominn á sinn stað,“ sagði Thomsen. „Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað verður samþykkt á danska þinginu, en við gerum til dæmis ráð fyrir að andlitsgreining verði komin á sinn stað þegar næsti nágrannaslagur verður spilaður árið 2026. Það verður einn af mörgum þáttum í lagapakka sem gerir það að verkum að við stöndum á alveg nýjum grunni,“ sagði Thomsen. Andlitsgreiningin hjálpar lögreglu að finna fótboltabullurnar og koma þeim af svæðinu áður en þær ná að skapa vandræði. Viktor Bjarki Daðason og Rúnar Alex Rúnarsson eru báðir í leikmannahóp FCK í leiknum sem hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma. Danski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Þetta verður væntanlega sögulegur leikur hjá þessum hatrömmu nágrönnum því að öllu óbreyttu verður þetta í síðasta sinn sem stuðningsmenn gestaliðsins eru ekki velkomnir á þennan nágrannaslag. Danski nágrannaslagurinn milli FC Kaupmannahafnar og Bröndby IF er án efa stærsti viðburðurinn í danskri knattspyrnu. Síðasta árið hafa viðburðirnir verið skugginn af sjálfum sér þar sem stuðningsmönnum gestaliðsins hefur verið bannað að mæta á leiki gegn erkifjendunum vegna vaxandi óeirða milli hópa í stuðningsmannahópum félaganna. 20 spillere er udtaget til truppen til søndagens Derby i Parken mod Brøndby IF 👇🏼Husk at alle FCK-fans opfordres til at samles på Øster Alle kl. 10.00 og tage imod spillerne, når de ankommer ad Øster Alle fra Trianglen #fcklive #sldk https://t.co/PjIZcNwMgy— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Í dag í Parken verður það einnig raunin því aðeins stuðningsmenn FCK verða viðstaddir en það er vonandi í allra síðasta sinn sem stuðningsmenn FCK og Brøndby geta ekki verið viðstaddir á sama leikvangi. Þetta staðfestir Claus Thomsen, forstjóri dönsku deildarinnar, í samtali við TV 2 Sport. „Almennt séð óskum við þess hjá dönsku deildinni að á öllum leikjum í danskri knattspyrnu geti verið áhorfendur frá báðum liðum og ákvörðunin er nú sú að þannig skuli það vera árið 2026. Þá afnemum við fyrirmælin um að félögin megi ekki hafa stuðningsmenn gestaliðsins á nágrannaslögum í Kaupmannahöfn,“ sagði Claus Thomsen. Bannið stendur því enn en þrír síðustu nágrannaslagir Kaupmannahafnarliðanna hafa farið rólega fram án stuðningsmanna gestaliðsins. 𝐅𝐨𝐫 𝐤𝐥𝐮𝐛𝐛𝐞𝐧 𝐨𝐠 𝐛𝐲𝐞𝐧.#fcklive #sldk pic.twitter.com/isNB2WywVR— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Væntanlegur er nýr lagapakki hjá dönsku ríkisstjórninni sem gefur félögum og lögreglu betri skilyrði í baráttunni gegn fótboltabullum. „Það er ekki hægt að spila næsta nágrannaslag fyrr en í fyrsta lagi í úrslitakeppninni, sem hefst í mars, þannig að bakgrunnurinn fyrir tímasetningu ákvörðunarinnar er að á þeim tímapunkti verður nýi lagapakkinn kominn á sinn stað,“ sagði Thomsen. „Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað verður samþykkt á danska þinginu, en við gerum til dæmis ráð fyrir að andlitsgreining verði komin á sinn stað þegar næsti nágrannaslagur verður spilaður árið 2026. Það verður einn af mörgum þáttum í lagapakka sem gerir það að verkum að við stöndum á alveg nýjum grunni,“ sagði Thomsen. Andlitsgreiningin hjálpar lögreglu að finna fótboltabullurnar og koma þeim af svæðinu áður en þær ná að skapa vandræði. Viktor Bjarki Daðason og Rúnar Alex Rúnarsson eru báðir í leikmannahóp FCK í leiknum sem hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma.
Danski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira