Fótbolti

Íslendingaliðið í vondum málum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Andri Sigurgeirsson var í byrjunarliði Norrköping í dag.
Ísak Andri Sigurgeirsson var í byrjunarliði Norrköping í dag. Vísir/Getty

Íslendingalið Norrköping er með bakið upp við vegg eftir 3-0 tap gegn Orgryte í umspili um að halda sæti sínu í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Ísak Andri Sigurgeirsson var í byrjunarliði Norrköping í dag, en Jónatan Arnarsson byrjaði leikinn á bekknum.

Heimamenn í Orgryte náðu forystunni strax á tíundu mínútu leiksins og tvöfölduðu hana svo stuttu fyrir hálfleik.

Heimamenn komu sér hins vegar í vandræði í upphafi fyrri hálfleiks þegar Jonathan Azulay fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Þeir létu liðsmuninn þó ekki á sig fá og bættu við þriðja markinu á 66. mínútu.

Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 3-0 sigur Orgryte. Liðin mætast aftur að viku liðinni og þá þarf Íslendingaliðið að koma sér upp úr þeirri holu sem þeir grófu sér í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×