Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 14:38 Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Erfiðlega gangi að fá lækna til starfa á landsbyggðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“ Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“
Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira