Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 14:38 Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Erfiðlega gangi að fá lækna til starfa á landsbyggðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“ Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“
Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira