Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 14:38 Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Erfiðlega gangi að fá lækna til starfa á landsbyggðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“ Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“
Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira