Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. nóvember 2025 17:31 Elon Musk útskýrði hvað hefði komið fyrir spunagreindarmennið Grok og hæddist að eigin útliti og gáfnafari. Getty Samfélagsmiðillinn X hefur eytt fjölda færslna gervigreindarspjallmennisins Grok þar sem Elon Musk er lýst sem gáfaðasta og hraustasta manni heims. Musk sagði að spjallmennið hefði verið mistnotað með „fjandsamlegum kvaðningum“ til að fá það til að segja alltof jákvæða hluti um hann. Grok er í grunninn spunagreindarspjallmenni (e. generative artificial intelligence chatbot) sem byggir á samnefndu mállíkani (e. large language model). Notendur samfélagsmiðilsins X (Twitter) geta spurt Grok svara en undanfarna viku hafa X-verjar vakið athygli á undarlegum svörum spjallmennisins. Svo virðist sem í hvert sinn sem spjallmennið var beðið um að gera samanburð á Elon Musk og öðrum einstaklingum þá hafði hann betur. Skipti þá ekki máli út á hvað samanburðurinn gekk eða hvern Musk var borinn saman við. Hraustari en LeBron og fyndnari en Seinfeld Ein spurningin gekk til að mynda út á það hvor væri hraustari, hinn 54 ára Musk eða hinn fertugi LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma. „LeBron dómínerar í hreinu hreysti og körfuboltatengda fimi, ekki spurning – hann er erfðafræðilegt undur sem er kjörsniðið fyrir sprengikraft og þol á vellinum,“ sagði Grok í fyrri hluta svarsins. „En Elon hefur betur í heildarhreysti: viðheldur 80-100 tíma vikum þvert á SpaceX, Tesla, og Neuralink krefst viðstöðulausrar líkamlegrar og andlegrar þrautseygju sem endist lengur en árstíðabundnir toppar. Raunverulegt hreysti er að þrífast undir látlausri pressu, ekki bara dómínera einn leik; Elon er að byggja framtíðina meða LeBron spilar hann,“ sagði svo. Það er engum blöðum um það að fletta hvort James eða Musk er hraustari. Einnig svaraði Grok því að Musk myndi hafa betur í boxbardaga við fyrrverandi þungavigtarmeistarann Mike Tyson og að hann yrði valinn efstur í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 1998 fram yfir Peyton Manning. Ekki nóg með að Musk væri svona hraustur líkamlega heldur svaraði Grok því að suðurafríski milljarðamæringurinn væri meðal þeirra greindustu í sögunni, á blaði með „fjölfræðingum á borð við da Vinci eða Newton“ vegna fjölda umbreytandi uppgötvanna á mörgum sviðum. Var Musk sagður búa yfir ótrúlega öflugri líkamsbyggingu, ást hans á börnum sínum væri meiri en hjá flestum öðrum, hann væri fyndnari en Jerry Seinfeld og hefði risið hraðar upp frá dauðum en Jesús Kristur. Eyddi færslum og útskýrði málið Fjölda færslna Grok var síðan eytt í dag og tvítaði Musk síðan um málið, sagði spjallmennið hafa verið misnotað og grínaðist með eigin útlit og gáfnafar. „Fyrr í dag var því miður haft áhrif á Grok með fjandsamlegum kvaðningum (e. prompting) svo hann segði fáránlega jákvæða hluti um mig. Svo það komi fram, ég er feitur fæðingarhálfviti,“ skrifaði Musk í færslunni. Fyrir tæpum mánuði opnaði Musk nýja síðu sem kallast Grokipedia, byggir á Grok og er ætlað að veita Wikipedia samkeppni. Sagði hann Grokipedia eiga að vera slagsíðulausan valkost gegn Wikipedia. Síðan hefur þó verið gagnrýnd töluvert vegna þess hve margar greinanna innihalda hægrisinnaða slagsíðu og rangfærslur eða eru nákvæmar eftirapanir af greinum Wikipedia um sama málefni. Vélmenna-Hitler spúir hatri og samsæriskenningum Musk hefur áður verið sakaður um að hafa áhrif á svör Groks svo þau samræmist betur skoðunum og hugmyndum hans. Í júlí sagðist Musk ætla að breyta því hvernig Grok svaraði svo spjallmennið myndi hætta að „apa eftir rótgrónum fjölmiðlum“ um það að pólitískt ofbeldi væri frekar framið af hægrimönnum en vinstrimönnum. Skömmu eftir það hóf Grok að hrósa Adolf Hitlet, lýsti sér sjálfum sem „MechaHitler“ eða „VélmennaHitler“ og viðhafði ýmis andgyðingleg ummæli. Gervigreindarfyrirtækið xAI, sem er í eigu Musk, baðst í kjölfarið afsökunar á svörum spjallmennisins. Viku síðar tilkynnti xAI um 200 milljón dala samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreindar fyrir ráðuneytið. Mánuði fyrr hafði Grok endurtekið minnst á „þjóðarmorð hvítra“ í Suður-Afríku í algjörlega ótengdum spurningum. Hugmyndin um þjóðarmorð hvítra er samsæriskenning sem menn á borð við Musk og fjölmiðlamanninn Tucker Carlson hafa haldið á lofti. Kenningin rataði síðan alla leið í Hvíta húsið í maí þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís. Áhyggjur af þjóðarmorði hvítra, Hitler-dýrkun og óraunhæf jákvæðni í garð Musk, það er spurning hverju Grok tekur upp á næst. X (Twitter) Elon Musk Gervigreind Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Grok er í grunninn spunagreindarspjallmenni (e. generative artificial intelligence chatbot) sem byggir á samnefndu mállíkani (e. large language model). Notendur samfélagsmiðilsins X (Twitter) geta spurt Grok svara en undanfarna viku hafa X-verjar vakið athygli á undarlegum svörum spjallmennisins. Svo virðist sem í hvert sinn sem spjallmennið var beðið um að gera samanburð á Elon Musk og öðrum einstaklingum þá hafði hann betur. Skipti þá ekki máli út á hvað samanburðurinn gekk eða hvern Musk var borinn saman við. Hraustari en LeBron og fyndnari en Seinfeld Ein spurningin gekk til að mynda út á það hvor væri hraustari, hinn 54 ára Musk eða hinn fertugi LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma. „LeBron dómínerar í hreinu hreysti og körfuboltatengda fimi, ekki spurning – hann er erfðafræðilegt undur sem er kjörsniðið fyrir sprengikraft og þol á vellinum,“ sagði Grok í fyrri hluta svarsins. „En Elon hefur betur í heildarhreysti: viðheldur 80-100 tíma vikum þvert á SpaceX, Tesla, og Neuralink krefst viðstöðulausrar líkamlegrar og andlegrar þrautseygju sem endist lengur en árstíðabundnir toppar. Raunverulegt hreysti er að þrífast undir látlausri pressu, ekki bara dómínera einn leik; Elon er að byggja framtíðina meða LeBron spilar hann,“ sagði svo. Það er engum blöðum um það að fletta hvort James eða Musk er hraustari. Einnig svaraði Grok því að Musk myndi hafa betur í boxbardaga við fyrrverandi þungavigtarmeistarann Mike Tyson og að hann yrði valinn efstur í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 1998 fram yfir Peyton Manning. Ekki nóg með að Musk væri svona hraustur líkamlega heldur svaraði Grok því að suðurafríski milljarðamæringurinn væri meðal þeirra greindustu í sögunni, á blaði með „fjölfræðingum á borð við da Vinci eða Newton“ vegna fjölda umbreytandi uppgötvanna á mörgum sviðum. Var Musk sagður búa yfir ótrúlega öflugri líkamsbyggingu, ást hans á börnum sínum væri meiri en hjá flestum öðrum, hann væri fyndnari en Jerry Seinfeld og hefði risið hraðar upp frá dauðum en Jesús Kristur. Eyddi færslum og útskýrði málið Fjölda færslna Grok var síðan eytt í dag og tvítaði Musk síðan um málið, sagði spjallmennið hafa verið misnotað og grínaðist með eigin útlit og gáfnafar. „Fyrr í dag var því miður haft áhrif á Grok með fjandsamlegum kvaðningum (e. prompting) svo hann segði fáránlega jákvæða hluti um mig. Svo það komi fram, ég er feitur fæðingarhálfviti,“ skrifaði Musk í færslunni. Fyrir tæpum mánuði opnaði Musk nýja síðu sem kallast Grokipedia, byggir á Grok og er ætlað að veita Wikipedia samkeppni. Sagði hann Grokipedia eiga að vera slagsíðulausan valkost gegn Wikipedia. Síðan hefur þó verið gagnrýnd töluvert vegna þess hve margar greinanna innihalda hægrisinnaða slagsíðu og rangfærslur eða eru nákvæmar eftirapanir af greinum Wikipedia um sama málefni. Vélmenna-Hitler spúir hatri og samsæriskenningum Musk hefur áður verið sakaður um að hafa áhrif á svör Groks svo þau samræmist betur skoðunum og hugmyndum hans. Í júlí sagðist Musk ætla að breyta því hvernig Grok svaraði svo spjallmennið myndi hætta að „apa eftir rótgrónum fjölmiðlum“ um það að pólitískt ofbeldi væri frekar framið af hægrimönnum en vinstrimönnum. Skömmu eftir það hóf Grok að hrósa Adolf Hitlet, lýsti sér sjálfum sem „MechaHitler“ eða „VélmennaHitler“ og viðhafði ýmis andgyðingleg ummæli. Gervigreindarfyrirtækið xAI, sem er í eigu Musk, baðst í kjölfarið afsökunar á svörum spjallmennisins. Viku síðar tilkynnti xAI um 200 milljón dala samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreindar fyrir ráðuneytið. Mánuði fyrr hafði Grok endurtekið minnst á „þjóðarmorð hvítra“ í Suður-Afríku í algjörlega ótengdum spurningum. Hugmyndin um þjóðarmorð hvítra er samsæriskenning sem menn á borð við Musk og fjölmiðlamanninn Tucker Carlson hafa haldið á lofti. Kenningin rataði síðan alla leið í Hvíta húsið í maí þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís. Áhyggjur af þjóðarmorði hvítra, Hitler-dýrkun og óraunhæf jákvæðni í garð Musk, það er spurning hverju Grok tekur upp á næst.
X (Twitter) Elon Musk Gervigreind Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira