Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 23:01 Samherjar Teemu Pukki mættu með skalla til leiks og plastpoka, í hans anda, á kveðjuleikinn. Pukki var sjálfur með tár á hvarmi. Samsett/Twitter Það var hjartnæm stund í Finnlandi í kvöld þegar markahrókurinn Teemu Pukki steig af landsliðssviðinu. Félagar hans í landsliðinu komu honum skemmtilega á óvart þegar þeir mættu til leiks með skalla og plastpoka undir dótið sitt. Pukki lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld þegar Finnar unnu Andorra 4-0 í vináttulandsleik í Tampere. Pukki skoraði að sjálfsögðu í leiknum og kveður því landsliðið eftir alls 43 mörk, markahæstur í sögu þess. Teemu Pukki has now officially retired from International football 🥲🇫🇮🏃♂️ 133 Appearances⚽ 43 Goals🏆 2× Finnish Footballer of the Year🏆 1× Finnish Sportsperson of the YearThe streets will never forget 🩵 pic.twitter.com/zsB0vRdpq3— OneFootball (@OneFootball) November 17, 2025 Pukki kom Finnum meðal annars á EM 2021 og hefur á sínum félagsliðaferli skorað mörk fyrir lið á borð við Schalke, Celtic, Bröndby og auðvitað Norwich, þar á meðal í ensku úrvalsdeildinni. Skallinn á Pukki og plastpoki undir æfingadótið voru slík einkennismerki að félagar hans í landsliðinu ákváðu að mæta á leikinn í kvöld með gerviskalla og sitt dót í poka. Þeir voru einnig með glæsilegar hárkollur til minningar um það þegar Pukki var afar hárprúður. 𝐏𝐮𝐤𝐮𝐤𝐨𝐨𝐝𝐢: 𝐓𝐞𝐞𝐦𝐮 𝐏𝐮𝐤𝐤𝐢 🐐Huuhkajat kunnioittivat maajoukkueen hyvästelevää legendaa asianmukaisin asustein: nuoresta Pukista muistuttavat kultakutrit, tuoreempaa kuontala muistuttava kalju sekä tietenkin muovikassi! 😍#Huuhkajat #MeOlemmeSuomi #PukkiParty pic.twitter.com/aWbrEOxNPo— Huuhkajat (@Huuhkajat) November 17, 2025 Sjálfur naut Pukki kvöldsins í botn þó að tilfinningarnar hafi um tíma verið að bera hann ofurliði og tárin streymt. Þegar hann skoraði sendi hann koss upp í stúku þar sem eiginkona hans og börn þeirra þrjú sátu. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Pukki við Yle í Finnlandi. „Markið sem ég skoraði var kannski það ljótasta sem ég hef skorað fyrir landsliðið en öll mörk telja. Það gæti líka verið að boltinn hafi snert höndina mína svo að það hefði ekki átt að fá að standa. En ég þigg öll mörk,“ sagði Pukki léttur. Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Sjá meira
Pukki lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld þegar Finnar unnu Andorra 4-0 í vináttulandsleik í Tampere. Pukki skoraði að sjálfsögðu í leiknum og kveður því landsliðið eftir alls 43 mörk, markahæstur í sögu þess. Teemu Pukki has now officially retired from International football 🥲🇫🇮🏃♂️ 133 Appearances⚽ 43 Goals🏆 2× Finnish Footballer of the Year🏆 1× Finnish Sportsperson of the YearThe streets will never forget 🩵 pic.twitter.com/zsB0vRdpq3— OneFootball (@OneFootball) November 17, 2025 Pukki kom Finnum meðal annars á EM 2021 og hefur á sínum félagsliðaferli skorað mörk fyrir lið á borð við Schalke, Celtic, Bröndby og auðvitað Norwich, þar á meðal í ensku úrvalsdeildinni. Skallinn á Pukki og plastpoki undir æfingadótið voru slík einkennismerki að félagar hans í landsliðinu ákváðu að mæta á leikinn í kvöld með gerviskalla og sitt dót í poka. Þeir voru einnig með glæsilegar hárkollur til minningar um það þegar Pukki var afar hárprúður. 𝐏𝐮𝐤𝐮𝐤𝐨𝐨𝐝𝐢: 𝐓𝐞𝐞𝐦𝐮 𝐏𝐮𝐤𝐤𝐢 🐐Huuhkajat kunnioittivat maajoukkueen hyvästelevää legendaa asianmukaisin asustein: nuoresta Pukista muistuttavat kultakutrit, tuoreempaa kuontala muistuttava kalju sekä tietenkin muovikassi! 😍#Huuhkajat #MeOlemmeSuomi #PukkiParty pic.twitter.com/aWbrEOxNPo— Huuhkajat (@Huuhkajat) November 17, 2025 Sjálfur naut Pukki kvöldsins í botn þó að tilfinningarnar hafi um tíma verið að bera hann ofurliði og tárin streymt. Þegar hann skoraði sendi hann koss upp í stúku þar sem eiginkona hans og börn þeirra þrjú sátu. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Pukki við Yle í Finnlandi. „Markið sem ég skoraði var kannski það ljótasta sem ég hef skorað fyrir landsliðið en öll mörk telja. Það gæti líka verið að boltinn hafi snert höndina mína svo að það hefði ekki átt að fá að standa. En ég þigg öll mörk,“ sagði Pukki léttur.
Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Sjá meira