Innlent

Arn­fríður og Víðir Smári tíma­bundið í Lands­rétt

Árni Sæberg skrifar
Arnfríður og Víðir Smári verða dómarar við Landsrétt út febrúar.
Arnfríður og Víðir Smári verða dómarar við Landsrétt út febrúar. Vísir

Arnfríður Einarsdóttir, fyrrverandi landsréttardómari, og Víðir Smári Petersen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, tóku sæti á dómarabekk Landsréttar í gær. Um skammtímasetningar út febrúar er að ræða.

Á vef Landsréttar segir að Arnfríður og Víðir Smári hafi verið sett dómarar í gær en ekki kemur fram hversu lengi setningin á að vara. 

Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að um sé að ræða skammtímasetningar, að beiðni Landsréttar, vegna leyfa dómara og lausra embætta. Setningarnar vari út febrúar.

Stöðurnar hafi ekki verið auglýstar þar sem þær séu til skamms tíma og brýnt hafi verið að settir dómarar gætu hafið störf nú þegar. Ekki hafi tíðkast að birta sérstaklega tilkynningar um skammtímasetningar.

Það hvaða einstaklingar eru settir í embætti á þennan hátt byggist á tillögum dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×