Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 19:29 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Samsett Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira