Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2025 08:00 Veruleg hefur dregið úr innlögnum erlendis þar sem Beyfortus hefur verið tekið í notkun. Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi. Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi.
Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira