Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 20:40 Þjófarnir eru sagðir leita uppi fólk sem er eitt á ferð og fylgjast með þeim greiða í verslunum, til að sjá PIN-númer þeirra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta. Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á. Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á.
Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50
Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03