Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2025 17:50 Ferðamenn á Þingvöllum. Vísir/Arnar Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem rætt var við Skúla Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglu á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi borist tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang. „Við fengum tilkynningu um þjófnað þar í dag og lögreglumenn fóru strax á vettvang upp á Þingvelli. Þar voru þrír einstaklingar spottaðir og handteknir,“ segir Þorsteinn. Hann segir ýmislegt í fari fólksins hafa gefið til kynna að um vasaþjófa væri að ræða. Þorsteinn segir vasaþjófnað hafa færst í aukana að undanförnu á ferðamannastöðum á Suðurlandi. Fréttir bárust af sambærilegum þjófum í Reykjavík í dag. Herja á eldra fólk Skúli segir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þeir þrír sem handteknir voru á Þingvöllum hafi verið vistaðir í fangaklefa í Reykjavík. Lögregluembættin vinni náið í þessum málum. „Þetta mál er í rannsókn núna. Það sást á upptökum á Þingvöllum að þeir voru að stela af fólki. Þetta er allt svona, það er verið að reyna að ná í kortin og auðvitað stela menn peningum í leiðinni og þess háttar og svo er það aðallega að fara svo í hraðbankana og taka þetta út.“ Skúli segir ferðalög þeirra þriggja sem handteknir voru nú undir smásjá lögreglu og kannað hvort tilefni sé að brottvísa þeim. Það fari eftir því hvenær fólk kemur hingað til lands, hvort minna en sjö dagar séu síðan og hvort það sé frá EES-svæðinu eða ekki. „Þetta er eins og með verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að herja á eldra fólk. Þá er mikilvægt eins og kemur fram í tilkynningunni frá okkur að fólk verður að passa upp á þetta PIN sitt. Það gengur ekki að vera að stimpla þetta inn svo allir sjái. Svo fer af stað þetta leikrit, í þessu máli eru þetta tveir, þrír saman, þar sem korti er stolið. Fólk verður að passa hluti sína og síma, getur ekki haft símana í opnum vasa.“ Þingvellir Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem rætt var við Skúla Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglu á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi borist tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang. „Við fengum tilkynningu um þjófnað þar í dag og lögreglumenn fóru strax á vettvang upp á Þingvelli. Þar voru þrír einstaklingar spottaðir og handteknir,“ segir Þorsteinn. Hann segir ýmislegt í fari fólksins hafa gefið til kynna að um vasaþjófa væri að ræða. Þorsteinn segir vasaþjófnað hafa færst í aukana að undanförnu á ferðamannastöðum á Suðurlandi. Fréttir bárust af sambærilegum þjófum í Reykjavík í dag. Herja á eldra fólk Skúli segir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þeir þrír sem handteknir voru á Þingvöllum hafi verið vistaðir í fangaklefa í Reykjavík. Lögregluembættin vinni náið í þessum málum. „Þetta mál er í rannsókn núna. Það sást á upptökum á Þingvöllum að þeir voru að stela af fólki. Þetta er allt svona, það er verið að reyna að ná í kortin og auðvitað stela menn peningum í leiðinni og þess háttar og svo er það aðallega að fara svo í hraðbankana og taka þetta út.“ Skúli segir ferðalög þeirra þriggja sem handteknir voru nú undir smásjá lögreglu og kannað hvort tilefni sé að brottvísa þeim. Það fari eftir því hvenær fólk kemur hingað til lands, hvort minna en sjö dagar séu síðan og hvort það sé frá EES-svæðinu eða ekki. „Þetta er eins og með verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að herja á eldra fólk. Þá er mikilvægt eins og kemur fram í tilkynningunni frá okkur að fólk verður að passa upp á þetta PIN sitt. Það gengur ekki að vera að stimpla þetta inn svo allir sjái. Svo fer af stað þetta leikrit, í þessu máli eru þetta tveir, þrír saman, þar sem korti er stolið. Fólk verður að passa hluti sína og síma, getur ekki haft símana í opnum vasa.“
Þingvellir Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira