Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 09:59 Albert ásamt verjanda sínum, Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni, þegar málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. Albert, sem leikur fyrir Fiorentina á Ítalíu og er lykilmaður í íslenska landsliðinu, var ákærður fyrir nauðgun í júní í fyrra. Hann var mættur í Landsrétt í morgun þegar aðalmeðferðin hófst. Kom verjanda á óvart að dóminum hafi verið áfrýjað Þann tíunda október í fyrra var hann sýknaður en dómari málsins mat framburð hans trúverðugari en framburð konunnar sem kærði hann. Þá var hún sögð hafa verið margsaga í framburði sínum. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dóminum þremur vikum eftir að hann var kveðinn upp en hann hafði til þess fjórar vikur. „Það kemur á óvart að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að áfrýja þessum dómi enda er dómurinn mjög vel rökstuddur og niðurstaðan lögfræðilega rétt,“ sagði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Alberts, í samtali við Vísi í tilefni af áfrýjuninni. Dómur snemma í desember Miðað við dagskrá Landsréttar fer málflutningur í málinu fram á morgun og frá málflutningi hafa dómarar fjórar vikur til þess að kveða upp dóm, ellegar þarf að flytja mál aftur. Því má reikna með að niðurstaða í málinu liggi fyrir snemma í desember. Fari svo að Albert verði sakfelldur getur hann samkvæmt lögum um meðferð sakamála óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Hafi ákærður maður verið sýknaður í héraði, líkt og Albert, en sakfelldur í Landsrétti, skal Hæstiréttur verða við áfrýjunarleyfisbeiðni hans, nema rétturinn telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Mál Alberts Guðmundssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert sýknaður Albert Guðmundsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í dag. 10. október 2024 12:02 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Albert, sem leikur fyrir Fiorentina á Ítalíu og er lykilmaður í íslenska landsliðinu, var ákærður fyrir nauðgun í júní í fyrra. Hann var mættur í Landsrétt í morgun þegar aðalmeðferðin hófst. Kom verjanda á óvart að dóminum hafi verið áfrýjað Þann tíunda október í fyrra var hann sýknaður en dómari málsins mat framburð hans trúverðugari en framburð konunnar sem kærði hann. Þá var hún sögð hafa verið margsaga í framburði sínum. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dóminum þremur vikum eftir að hann var kveðinn upp en hann hafði til þess fjórar vikur. „Það kemur á óvart að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að áfrýja þessum dómi enda er dómurinn mjög vel rökstuddur og niðurstaðan lögfræðilega rétt,“ sagði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Alberts, í samtali við Vísi í tilefni af áfrýjuninni. Dómur snemma í desember Miðað við dagskrá Landsréttar fer málflutningur í málinu fram á morgun og frá málflutningi hafa dómarar fjórar vikur til þess að kveða upp dóm, ellegar þarf að flytja mál aftur. Því má reikna með að niðurstaða í málinu liggi fyrir snemma í desember. Fari svo að Albert verði sakfelldur getur hann samkvæmt lögum um meðferð sakamála óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Hafi ákærður maður verið sýknaður í héraði, líkt og Albert, en sakfelldur í Landsrétti, skal Hæstiréttur verða við áfrýjunarleyfisbeiðni hans, nema rétturinn telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar.
Mál Alberts Guðmundssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert sýknaður Albert Guðmundsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í dag. 10. október 2024 12:02 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Albert sýknaður Albert Guðmundsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í dag. 10. október 2024 12:02