Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 09:59 Albert ásamt verjanda sínum, Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni, þegar málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. Albert, sem leikur fyrir Fiorentina á Ítalíu og er lykilmaður í íslenska landsliðinu, var ákærður fyrir nauðgun í júní í fyrra. Hann var mættur í Landsrétt í morgun þegar aðalmeðferðin hófst. Kom verjanda á óvart að dóminum hafi verið áfrýjað Þann tíunda október í fyrra var hann sýknaður en dómari málsins mat framburð hans trúverðugari en framburð konunnar sem kærði hann. Þá var hún sögð hafa verið margsaga í framburði sínum. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dóminum þremur vikum eftir að hann var kveðinn upp en hann hafði til þess fjórar vikur. „Það kemur á óvart að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að áfrýja þessum dómi enda er dómurinn mjög vel rökstuddur og niðurstaðan lögfræðilega rétt,“ sagði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Alberts, í samtali við Vísi í tilefni af áfrýjuninni. Dómur snemma í desember Miðað við dagskrá Landsréttar fer málflutningur í málinu fram á morgun og frá málflutningi hafa dómarar fjórar vikur til þess að kveða upp dóm, ellegar þarf að flytja mál aftur. Því má reikna með að niðurstaða í málinu liggi fyrir snemma í desember. Fari svo að Albert verði sakfelldur getur hann samkvæmt lögum um meðferð sakamála óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Hafi ákærður maður verið sýknaður í héraði, líkt og Albert, en sakfelldur í Landsrétti, skal Hæstiréttur verða við áfrýjunarleyfisbeiðni hans, nema rétturinn telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Mál Alberts Guðmundssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert sýknaður Albert Guðmundsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í dag. 10. október 2024 12:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Albert, sem leikur fyrir Fiorentina á Ítalíu og er lykilmaður í íslenska landsliðinu, var ákærður fyrir nauðgun í júní í fyrra. Hann var mættur í Landsrétt í morgun þegar aðalmeðferðin hófst. Kom verjanda á óvart að dóminum hafi verið áfrýjað Þann tíunda október í fyrra var hann sýknaður en dómari málsins mat framburð hans trúverðugari en framburð konunnar sem kærði hann. Þá var hún sögð hafa verið margsaga í framburði sínum. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dóminum þremur vikum eftir að hann var kveðinn upp en hann hafði til þess fjórar vikur. „Það kemur á óvart að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að áfrýja þessum dómi enda er dómurinn mjög vel rökstuddur og niðurstaðan lögfræðilega rétt,“ sagði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Alberts, í samtali við Vísi í tilefni af áfrýjuninni. Dómur snemma í desember Miðað við dagskrá Landsréttar fer málflutningur í málinu fram á morgun og frá málflutningi hafa dómarar fjórar vikur til þess að kveða upp dóm, ellegar þarf að flytja mál aftur. Því má reikna með að niðurstaða í málinu liggi fyrir snemma í desember. Fari svo að Albert verði sakfelldur getur hann samkvæmt lögum um meðferð sakamála óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Hafi ákærður maður verið sýknaður í héraði, líkt og Albert, en sakfelldur í Landsrétti, skal Hæstiréttur verða við áfrýjunarleyfisbeiðni hans, nema rétturinn telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar.
Mál Alberts Guðmundssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert sýknaður Albert Guðmundsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í dag. 10. október 2024 12:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Albert sýknaður Albert Guðmundsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í dag. 10. október 2024 12:02