„Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Páll Kristjánsson er lögmaður. Vísir/Steingrímur Dúi Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“ Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“
Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira