Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr kær­komnum sigri West Ham og tvennu Haalands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland hefur skorað þrettán mörk í fyrstu tíu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.
Erling Haaland hefur skorað þrettán mörk í fyrstu tíu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Robbie Jay Barratt

West Ham United vann langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær á meðan Erling Haaland hélt áfram að raða inn mörkum.

West Ham vann sinn fyrsta leik undir stjórn Nunos Espírito Santo þegar liðið lagði Newcastle United að velli, 3-1.

Newcastle náði forystunni strax á 4. mínútu með marki Jacobs Murphy. Lucas Paquetá jafnaði á 35. mínútu og á fimmtu mínútu í uppbótartíma komst West Ham yfir með sjálfsmarki Svens Botman.

Þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði tékkneski miðjumaðurinn Tomás Soucek sigur Hamranna sem eru komnir með sjö stig í 18. sæti deildarinnar. Skjórarnir eru í 13. sætinu með tólf stig.

Klippa: West Ham - Newcastle 3-1

Haaland skoraði tvö mörk þegar Manchester City bar sigurorð af Bournemouth á heimavelli, 3-1. Norðmaðurinn er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með þrettán mörk, sjö mörkum meira en næstu menn.

Haaland kom City yfir á 17. mínútu en Tyler Adams jafnaði átta mínútum síðar. Haaland skoraði sitt annað mark á 33. mínútu, aftur eftir undirbúning Rayans Cherki.

Nico O'Reilly gerði svo þriðja mark City eftir klukkutíma og þar við sat.

Klippa: Man. City - Bournemouth 3-1

City situr í 2. sæti deildarinnar með nítján stig, sex stigum á eftir toppliði Arsenal. Bournemouth, sem tapaði aðeins sínum öðrum leik á tímabilinu í gær, er með átján stig í 4. sætinu.

Mörkin úr leikjunum tveimur í ensku úrvalsdeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Haaland er þetta góður“

Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, hrósaði norska framherjanum Erling Haaland í hástert eftir að hann skoraði tvennu í 3-1 sigri Manchester City í leik liðanna.

Annað tap spút­nikliðsins kom í Manchester

Manchester City lagði Bournemouth 3-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Annað árið í röð ætlar Bournemouth að vera spútniklið mótsins en eftir tíu umferðir hefur liðið tapað tveimur leikjum, gegn Englandsmeisturum Liverpool og nú Man City.

Loksins West Ham-sigur í London

West Ham vann langþráðan heimasigur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Newcastle kom í heimsókn á London-leikvanginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×