Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2025 10:38 Í kvennaverkfalli á Kvennafrídegi í síðustu viku var ein krafa að kynbundnu ofbeldi yrði útrýmt. Þar voru líka til sýnis ýmis minnismerki úr kvennabaráttu síðusu ára eins og þessi tjákn sem fólk birti fyrir nokkrum árum á Facebook til marks um það hvort þau hefðu verið beitt ofbeldi eða þekki einhvern sem hefur verið beittur ofbeldi. Vísir/Anton Brink Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu níu mánuði ársins. Þar kemur fram að tilkynnt brot voru sjö prósentum fleiri en að meðaltali yfir sama tímabil síðastliðin þrjú ár. Það sem af er ári voru flest brot tilkynnt í ágúst, þegar þau voru 63 brot. Brotunum muni fjölga Brot sem áttu sér stað í janúar til september á þessu ári og voru tilkynnt til lögreglu eru 330. Í skýrslu segir að leika megi líkur að því að sú tala muni hækka þegar frá líður þar sem nokkur tími geti liðið frá því að brot á sér stað þar til það er tilkynnt til lögreglu. Á tímabilinu var tilkynnt um 156 nauðganir, 94 kynferðisbrot gegn börnum, 95 tilvik kynferðislegrar áreitni og stafrænna brota og 29 blygðunarsemisbrot. Þá hafa verið skráð 35 vændisbrot á tímabilinu en til samanburðar voru slík brot að meðaltali 15 á sama tímabili árin 2022 til 2024. Í skýrslunni kemur fram að slík verkefni séu alla jafna frumkvæðisvinna lögreglunnar. Það er alls ekki mestur fjöldi slíkra brota sem hafa verið skráð hjá lögreglunni því samkvæmt skýrslunni voru þau 175 árið 2013, 110 árið 2019, 42 árið 2020 og 44 árið 2021. Flestir gerendur karlmenn og þolendur konur Í skýrslunni kemur jafnframt fram að grunaðir í kynferðisbrotum sem voru tilkynnt til lögreglunnar hafi flestir verið karlmenn, eða 94 prósent. Það er svipað hlutfall og fyrri ár. Þá kemur fram að tæp 30 prósent voru undir 25 ára aldri. Þegar aðeins er litið til nauðgana má sjá að hlutfallið er rúmur þriðjungur undir 25 ára aldri. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur eru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent. Þegar litið er til nauðgana voru 64 prósent þolenda undir 25 ára. Þá kemur fram í tilkynningu um skýrsluna að í tengslum við vitundarvakninguna Góða skemmtun í sumar hafi sérstaklega verið skoðuð kynferðisbrot sem voru tilkynnt lögreglu og áttu sér stað um helgar, frá fimmtudegi til sunnudags, í sumar, frá júní og til loka ágúst. Brotin voru 64 um helgar í sumar, sem er mjög svipaður fjöldi og síðastliðin tvö ár. Tilkynntar nauðganir voru færri um helgar í sumar þetta árið en síðastliðin tvö ár. Þær voru sautján í samanburði við 22 síðustu tvö ár. Þá voru skráð sjö brot um helgar í sumar sem tengdust kaupum á vændi en brotin voru tíu um helgar í fyrra, en ekkert slíkt brot var tilkynnt um helgi sumarið 2022. Brotin dreifðust með sambærilegum hætti um landið og fyrri ár. Í kringum 33 prósent brotanna voru tilkynnt til lögreglunnar á landsbyggðinni og 67 prósent til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vændi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu níu mánuði ársins. Þar kemur fram að tilkynnt brot voru sjö prósentum fleiri en að meðaltali yfir sama tímabil síðastliðin þrjú ár. Það sem af er ári voru flest brot tilkynnt í ágúst, þegar þau voru 63 brot. Brotunum muni fjölga Brot sem áttu sér stað í janúar til september á þessu ári og voru tilkynnt til lögreglu eru 330. Í skýrslu segir að leika megi líkur að því að sú tala muni hækka þegar frá líður þar sem nokkur tími geti liðið frá því að brot á sér stað þar til það er tilkynnt til lögreglu. Á tímabilinu var tilkynnt um 156 nauðganir, 94 kynferðisbrot gegn börnum, 95 tilvik kynferðislegrar áreitni og stafrænna brota og 29 blygðunarsemisbrot. Þá hafa verið skráð 35 vændisbrot á tímabilinu en til samanburðar voru slík brot að meðaltali 15 á sama tímabili árin 2022 til 2024. Í skýrslunni kemur fram að slík verkefni séu alla jafna frumkvæðisvinna lögreglunnar. Það er alls ekki mestur fjöldi slíkra brota sem hafa verið skráð hjá lögreglunni því samkvæmt skýrslunni voru þau 175 árið 2013, 110 árið 2019, 42 árið 2020 og 44 árið 2021. Flestir gerendur karlmenn og þolendur konur Í skýrslunni kemur jafnframt fram að grunaðir í kynferðisbrotum sem voru tilkynnt til lögreglunnar hafi flestir verið karlmenn, eða 94 prósent. Það er svipað hlutfall og fyrri ár. Þá kemur fram að tæp 30 prósent voru undir 25 ára aldri. Þegar aðeins er litið til nauðgana má sjá að hlutfallið er rúmur þriðjungur undir 25 ára aldri. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur eru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent. Þegar litið er til nauðgana voru 64 prósent þolenda undir 25 ára. Þá kemur fram í tilkynningu um skýrsluna að í tengslum við vitundarvakninguna Góða skemmtun í sumar hafi sérstaklega verið skoðuð kynferðisbrot sem voru tilkynnt lögreglu og áttu sér stað um helgar, frá fimmtudegi til sunnudags, í sumar, frá júní og til loka ágúst. Brotin voru 64 um helgar í sumar, sem er mjög svipaður fjöldi og síðastliðin tvö ár. Tilkynntar nauðganir voru færri um helgar í sumar þetta árið en síðastliðin tvö ár. Þær voru sautján í samanburði við 22 síðustu tvö ár. Þá voru skráð sjö brot um helgar í sumar sem tengdust kaupum á vændi en brotin voru tíu um helgar í fyrra, en ekkert slíkt brot var tilkynnt um helgi sumarið 2022. Brotin dreifðust með sambærilegum hætti um landið og fyrri ár. Í kringum 33 prósent brotanna voru tilkynnt til lögreglunnar á landsbyggðinni og 67 prósent til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vændi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira