Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2025 09:33 Fjarhægrileiðtoginn Geert Wilders greiðir atkvæði í Haag í þingkosningunum í Hollandi 29. október 2025. AP/Peter Dejong Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar. Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar. Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar.
Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira