Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Agnar Már Másson skrifar 25. október 2025 15:14 „Öfgadæmin“ hafa vakið mesta athygli í umræðunni um áminningarskyldu, segir foreti ASÍ. Samsett Mynd Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“ Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“
Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira