Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 13:50 Ólafur Adolfsson og Sigurjón Þórðarson, fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd, eru sammála um að enn ríki nokkur óvissa um áhrif og umfang afleiðinganna vegna framleiðslustöðvunar Norðuráls á Grundartanga. Vísir/samsett Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði í gær og aftur í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir að stór hluti framleiðslu Norðuráls á Grundartanga stöðvaðist í vikunni vegna bilunar. Nefndin hefur fengið fulltrúa Norðuráls, Samtaka iðnarðarins, Verkalýðsfélags Akraness og frá orkufyrirtækjunum á sinn fund til að rýna stöðuna. Staðan er sögð sýna fram á mikilvægi þess að hlúið verði að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í iðnaði. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir því að málið yrði rætt í nefndinni en fyrst og fremst var um upplýsingafundi að ræða að sögn Sigurjóns Þórðarsonar, formanns nefndarinnar. Kappsmál að starfseminni verði haldið áfram „Þau voru bara að vinna úr stöðunni og lýstu því yfir að þetta fyrirtæki héldi nú örugglega áfram og það væri hugur í þeim og þau væru bara að reyna að vinna hratt og vel að því að ná fyrir málið og koma fyrirtækinu í fullan gang aftur. En það er erfitt að átta sig á því hvað þetta tekur langan tíma, maður vonar það besta að það gangi hratt og vel,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, eftir samtalið við fulltrúa Norðuráls og annarra sem komið hafa á fund nefndarinnar. Sömu sögu sé að segja um áhrifin á orkufyrirtækin, óvissa sé uppi um hver nákvæmlega áhrifin verða og hve lengi þeirra muni gæta. Orkufyrirtækin voni einnig það besta en búi sig undir það versta. „Þetta er bara óljóst,“ segir Sigurjón sem kveðst vona að skýrari mynd verði komin á stöðuna innan mánaðar, þá verði hægt að rýna betur í áhrifin. „Sumir telja að þetta taki lengri tíma en aðrir, en það er ekkert ómögulegt að átta sig á því. Síðan í framhaldinu verður að meta áhrifin.“ Starfsfólkið forsenda þess að framleiðsla komist aftur í gang Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og varamaður í nefndinni, sat einnig nefndarfundina með hagsmunaaðilum vegna málsins. „Staðan er óviss. Fyrirtækið er ekki búið að meta tjónið eða gera sér almennilega grein fyrir því hvert umfangið verður og hvernig tímalínan á eftir að líta út varðandi það að fá þessa varahluti til landsins og svo að koma verksmiðjunni aftur í fulla vinnslu,“ segir Ólafur. Við blasi ákveðin óvissa. Ef svo færi að framleiðslustarfsemi verði takmörkuð í marga mánuði, til dæmis í um eða yfir eitt ár, og ráðist yrði í uppsagnir af þeim sökum gæti það reynst erfitt að koma framleiðslunni aftur í gang ef sérhæft starfsfólk fæst ekki aftur til vinnu þegar viðgerðum er lokið. „Það skiptir auðvitað máli að hafa fólk sem þekkir til og hefur reynslu.“ Til marks um mikilvægi samkeppnishæfni Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að staðan væri grafalvarleg. „Hún er í rauninni ekki bara alvarleg á Grundartanga heldur er hún alvarleg fyrir samfélagið í heild sinni. Norðurál er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar,“ sagði Sigurður. „Störfum í iðnaði fer fækkandi á milli ára, velta er að dragast saman, þannig að atvinnulífið er sannarlega að kólna. Þannig þetta þýðir að stjórnvöld verða að setja samkeppnishæfni í fyrsta sæti, í algjöran forgang, og það þarf að taka af skarið mjög hratt þar.“ Ólafur tekur undir orð Sigurðar hvað lítur að mikilvægi samkeppnishæfni. „Þetta er lykilatriði, samkeppnishæfni, og maður er minntur á það þegar svona atburðir gerast að það er ekki allt sjálfgefið,“ segir Ólafur. Alþingi Bilun hjá Norðuráli Stóriðja Vinnumarkaður Áliðnaður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir því að málið yrði rætt í nefndinni en fyrst og fremst var um upplýsingafundi að ræða að sögn Sigurjóns Þórðarsonar, formanns nefndarinnar. Kappsmál að starfseminni verði haldið áfram „Þau voru bara að vinna úr stöðunni og lýstu því yfir að þetta fyrirtæki héldi nú örugglega áfram og það væri hugur í þeim og þau væru bara að reyna að vinna hratt og vel að því að ná fyrir málið og koma fyrirtækinu í fullan gang aftur. En það er erfitt að átta sig á því hvað þetta tekur langan tíma, maður vonar það besta að það gangi hratt og vel,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, eftir samtalið við fulltrúa Norðuráls og annarra sem komið hafa á fund nefndarinnar. Sömu sögu sé að segja um áhrifin á orkufyrirtækin, óvissa sé uppi um hver nákvæmlega áhrifin verða og hve lengi þeirra muni gæta. Orkufyrirtækin voni einnig það besta en búi sig undir það versta. „Þetta er bara óljóst,“ segir Sigurjón sem kveðst vona að skýrari mynd verði komin á stöðuna innan mánaðar, þá verði hægt að rýna betur í áhrifin. „Sumir telja að þetta taki lengri tíma en aðrir, en það er ekkert ómögulegt að átta sig á því. Síðan í framhaldinu verður að meta áhrifin.“ Starfsfólkið forsenda þess að framleiðsla komist aftur í gang Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og varamaður í nefndinni, sat einnig nefndarfundina með hagsmunaaðilum vegna málsins. „Staðan er óviss. Fyrirtækið er ekki búið að meta tjónið eða gera sér almennilega grein fyrir því hvert umfangið verður og hvernig tímalínan á eftir að líta út varðandi það að fá þessa varahluti til landsins og svo að koma verksmiðjunni aftur í fulla vinnslu,“ segir Ólafur. Við blasi ákveðin óvissa. Ef svo færi að framleiðslustarfsemi verði takmörkuð í marga mánuði, til dæmis í um eða yfir eitt ár, og ráðist yrði í uppsagnir af þeim sökum gæti það reynst erfitt að koma framleiðslunni aftur í gang ef sérhæft starfsfólk fæst ekki aftur til vinnu þegar viðgerðum er lokið. „Það skiptir auðvitað máli að hafa fólk sem þekkir til og hefur reynslu.“ Til marks um mikilvægi samkeppnishæfni Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að staðan væri grafalvarleg. „Hún er í rauninni ekki bara alvarleg á Grundartanga heldur er hún alvarleg fyrir samfélagið í heild sinni. Norðurál er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar,“ sagði Sigurður. „Störfum í iðnaði fer fækkandi á milli ára, velta er að dragast saman, þannig að atvinnulífið er sannarlega að kólna. Þannig þetta þýðir að stjórnvöld verða að setja samkeppnishæfni í fyrsta sæti, í algjöran forgang, og það þarf að taka af skarið mjög hratt þar.“ Ólafur tekur undir orð Sigurðar hvað lítur að mikilvægi samkeppnishæfni. „Þetta er lykilatriði, samkeppnishæfni, og maður er minntur á það þegar svona atburðir gerast að það er ekki allt sjálfgefið,“ segir Ólafur.
Alþingi Bilun hjá Norðuráli Stóriðja Vinnumarkaður Áliðnaður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira