Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 07:30 Freyr Alexandersson klappar fyrir stuðningsmönnum Brann eftir sigurinn stórkostlega gegn Rangers í gærkvöld. Getty/Craig Foy Stuðningsmenn norska knattspyrnufélagsins Brann voru skiljanlega í skýjunum í gærkvöld eftir frábæran 3-0 sigur á skoska risanum Rangers. Þeir virtust aldrei ætla að hætta að fagna og þjálfarinn Freyr Alexandersson tók virkan þátt. Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira