Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 19. október 2025 21:18 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius varnarmálaráðherra Þýskalands við undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. Á blaðamannafundi eftir undirritun sagði Þorgerður Katrín yfirlýsinguna eðlilegt næsta skref fyrir Íslendinga. Íslendingar og Þjóðverjar hafi átt náið og gott samband áratugum saman og innan NATO. Það samband sé styrkt enn frekar með þessari yfirlýsingu. Hún segir Þjóðverja nú leiðandi afl innan Evrópu og í heiminum í varnarmálum. „Það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og Þýskalands en við ákváðum að formgera það og setja meiri þunga í þetta,“ segir Þorgerður Katrín um þessa yfirlýsingu og þetta samstarf. Það sé ljóst að Þýskaland hafi verið að sækja í sig veðrið þegar komi að öryggis- og varnarmálum og hafi, að hennar mati, tekið að sér leiðtogahlutverk í Evrópu í vörnum og fjárfestingum. „Enda eru þeir ekkert fjarri Rússlandi og þessum hættulega austurhluta.“ Hún segir þetta skipta verulegu máli fyrir Íslendinga. Þjóðverjar leggi, eins og við, mikla áherslu á Norður-Atlantshafið, öryggi í hafi og á norðurslóðum. Þeir fjárfesti miklu sem dæmi í kafbátum með Noregi. „Þetta samkomulag er einn liður í því að tryggja bæði öryggi okkar og varnir og um leið draga fram hvað við Íslendingar erum sterk á ákveðnum sviðum þegar kemur að þjónustu, uppbyggingu innviða, eins og til að mynda á Keflavíkurflugvelli og starfrækja íslenska loftrýmisgæslukerfið.“ Sinnum þjónustu við kafbáta og flugvélar Það sé það sem Ísland komi með að þessu samkomulagi. Það feli til dæmis í sér að hingað geti komið stórir kafbátar og flugvélar. Fyrir þetta þurfi að byggja ákveðna innviði eða styrkja þá sem þegar eru. „Við erum að sjá okkur koma sterk inn í þetta þjónustuhlutverk og ekki síður hitt að undirstrika landfræðilega legu okkar Íslendinga sem er gríðarlega mikilvæg, og náttúrulega stærsta framlag okkar til veru okkar í NATO. Þorgerður Katrín og Boris ræddu við fréttamenn að lokinni undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður segir ógnirnar færast nær okkur og þess vegna hafi verið lögð áhersla á að vera tilbúin og að fræða í stað þess að hræða. Einn liður í því að styrkja stöðu Íslands sé að gera tvíhliða samkomulag og marghliða samkomulag. Nú sé búið að semja við Þjóðverja og Finna um tvíhliða samkomulag. „Þetta er allt gert til að styrkja stöðu okkar Íslendinga þannig það verði auðveldara fyrir okkur að byggja upp mannafla, þekkingu, tækni og aðstöðu og sýna fram á að við erum öflugir bandamenn þegar á reynir.“ Hún segist hafa séð að það skiptir máli að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar. Hún muni fylgjast með því hvernig aðrar norrænar þjóðir ætli að haga sínum vörnum í drónamálum. Hún segir NATO hafa verið að styrkja sig allt frá innrás Rússa í Úkraínu og að Evrópuríkin og Kanada séu sérstaklega að styrkja sig. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni að ofan. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Þýskaland Finnland Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir undirritun sagði Þorgerður Katrín yfirlýsinguna eðlilegt næsta skref fyrir Íslendinga. Íslendingar og Þjóðverjar hafi átt náið og gott samband áratugum saman og innan NATO. Það samband sé styrkt enn frekar með þessari yfirlýsingu. Hún segir Þjóðverja nú leiðandi afl innan Evrópu og í heiminum í varnarmálum. „Það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og Þýskalands en við ákváðum að formgera það og setja meiri þunga í þetta,“ segir Þorgerður Katrín um þessa yfirlýsingu og þetta samstarf. Það sé ljóst að Þýskaland hafi verið að sækja í sig veðrið þegar komi að öryggis- og varnarmálum og hafi, að hennar mati, tekið að sér leiðtogahlutverk í Evrópu í vörnum og fjárfestingum. „Enda eru þeir ekkert fjarri Rússlandi og þessum hættulega austurhluta.“ Hún segir þetta skipta verulegu máli fyrir Íslendinga. Þjóðverjar leggi, eins og við, mikla áherslu á Norður-Atlantshafið, öryggi í hafi og á norðurslóðum. Þeir fjárfesti miklu sem dæmi í kafbátum með Noregi. „Þetta samkomulag er einn liður í því að tryggja bæði öryggi okkar og varnir og um leið draga fram hvað við Íslendingar erum sterk á ákveðnum sviðum þegar kemur að þjónustu, uppbyggingu innviða, eins og til að mynda á Keflavíkurflugvelli og starfrækja íslenska loftrýmisgæslukerfið.“ Sinnum þjónustu við kafbáta og flugvélar Það sé það sem Ísland komi með að þessu samkomulagi. Það feli til dæmis í sér að hingað geti komið stórir kafbátar og flugvélar. Fyrir þetta þurfi að byggja ákveðna innviði eða styrkja þá sem þegar eru. „Við erum að sjá okkur koma sterk inn í þetta þjónustuhlutverk og ekki síður hitt að undirstrika landfræðilega legu okkar Íslendinga sem er gríðarlega mikilvæg, og náttúrulega stærsta framlag okkar til veru okkar í NATO. Þorgerður Katrín og Boris ræddu við fréttamenn að lokinni undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður segir ógnirnar færast nær okkur og þess vegna hafi verið lögð áhersla á að vera tilbúin og að fræða í stað þess að hræða. Einn liður í því að styrkja stöðu Íslands sé að gera tvíhliða samkomulag og marghliða samkomulag. Nú sé búið að semja við Þjóðverja og Finna um tvíhliða samkomulag. „Þetta er allt gert til að styrkja stöðu okkar Íslendinga þannig það verði auðveldara fyrir okkur að byggja upp mannafla, þekkingu, tækni og aðstöðu og sýna fram á að við erum öflugir bandamenn þegar á reynir.“ Hún segist hafa séð að það skiptir máli að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar. Hún muni fylgjast með því hvernig aðrar norrænar þjóðir ætli að haga sínum vörnum í drónamálum. Hún segir NATO hafa verið að styrkja sig allt frá innrás Rússa í Úkraínu og að Evrópuríkin og Kanada séu sérstaklega að styrkja sig. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni að ofan.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Þýskaland Finnland Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent