Fótbolti

Eggert Aron skoraði tvö í stór­sigri Brann

Siggeir Ævarsson skrifar
Eggert Aron var á skotskónum í dag
Eggert Aron var á skotskónum í dag

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu góðan 4-1 sigur á botnliði Haugesend þegar liðið mættust í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Eggert Aron Guðmundsson átti góðan leik á vinstri vængnum í dag og skoraði tvö af fjórum mörkum Brann. Bård Finne skoraði hin tvö og hélt að hann væri kominn með þrennu á 72. mínútu en markið var dæmt af.

Gestirnir klóruðu í bakkann með sárabótamarki frá Sory Diarra undir lokin en liðið hefur aðeins unnið einn af 25 leikjum sínum í deildinni og er langneðst með sex stig.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Brann sem er í harði baráttu í efri hluta deildarinnar en liðið situr í 3. sæti, fjórum stigum á eftir Viking og fjórum stigum á undan Tromsö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×