NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 22:15 Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var í sviðsljósinu í Meistaradeildarleik kvöldsins. Getty/Molly Darlington/ Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir gerði slæm mistök í tapleiknum á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni í kvöld og norska ríkisútvarpið gerir mikið úr mistökum hennar á heimasíðu sinni. „Á meðan flestir ræddu um umdeilt sigurmark Wolfsburg gekk niðurbrotin Sædís Rún Heiðarsdóttir af velli, vitandi að hún hafði gefið þýska liðinu fyrsta markið,“ segir í frétt NRK. „Auðvitað var þetta mjög leiðinlegt. Ég hafði spilað góðan leik og svo kom þessi slæma sending til baka og hún komst inn fyrir og skoraði. Þetta er hluti af fótboltanum. Maður fær refsingu fyrir að gera mistök. Þetta var bara slæm sending, því miður. Svona er þetta bara,“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Vålerenga, í samtali við NRK eftir 1-2 tap gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni í kvöld. Frétt NRK um Sædísi Rún Heiðarsdóttur í kvöld.NRK Sport Þarna voru 57 mínútur liðnar af leiknum en Sædís sendi þá lausa sendingu til baka. Boltinn endaði hjá Lineth Beerensteyn og hollenski landsliðsframherjinn kom gestunum yfir. „Þetta er algjörlega glapræði hjá Heiðarsdóttur. Þetta var snemmbúin jólagjöf, maður getur ekki hagað sér svona á þessu stigi,“ sagði Carl-Erik Torp, fótboltasérfræðingur NRK, þegar hann sá sendinguna. „Ég get verið alveg sammála honum um það. Þetta var gjöf, því miður varð það svo. Í svona stórum leik má maður ekki gera svona mistök eins og ég gerði. En ég mun læra af þessu. Það get ég sagt,“ sagði Sædís. „Mér fannst þetta vera jafn leikur, eiginlega allan leikinn. Þess vegna var þetta extra leiðinlegt, en líka extra gott að svara fyrir sig. Svona er fótboltinn. Maður verður að læra hratt og læra að lifa með þessu,“ sagði Sædís. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
„Á meðan flestir ræddu um umdeilt sigurmark Wolfsburg gekk niðurbrotin Sædís Rún Heiðarsdóttir af velli, vitandi að hún hafði gefið þýska liðinu fyrsta markið,“ segir í frétt NRK. „Auðvitað var þetta mjög leiðinlegt. Ég hafði spilað góðan leik og svo kom þessi slæma sending til baka og hún komst inn fyrir og skoraði. Þetta er hluti af fótboltanum. Maður fær refsingu fyrir að gera mistök. Þetta var bara slæm sending, því miður. Svona er þetta bara,“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Vålerenga, í samtali við NRK eftir 1-2 tap gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni í kvöld. Frétt NRK um Sædísi Rún Heiðarsdóttur í kvöld.NRK Sport Þarna voru 57 mínútur liðnar af leiknum en Sædís sendi þá lausa sendingu til baka. Boltinn endaði hjá Lineth Beerensteyn og hollenski landsliðsframherjinn kom gestunum yfir. „Þetta er algjörlega glapræði hjá Heiðarsdóttur. Þetta var snemmbúin jólagjöf, maður getur ekki hagað sér svona á þessu stigi,“ sagði Carl-Erik Torp, fótboltasérfræðingur NRK, þegar hann sá sendinguna. „Ég get verið alveg sammála honum um það. Þetta var gjöf, því miður varð það svo. Í svona stórum leik má maður ekki gera svona mistök eins og ég gerði. En ég mun læra af þessu. Það get ég sagt,“ sagði Sædís. „Mér fannst þetta vera jafn leikur, eiginlega allan leikinn. Þess vegna var þetta extra leiðinlegt, en líka extra gott að svara fyrir sig. Svona er fótboltinn. Maður verður að læra hratt og læra að lifa með þessu,“ sagði Sædís.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira