Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2025 16:12 Í lok myndskeiðsins dettur Guðmundur af baki. TikTok Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur beðist afsökunar á harkalegri meðferð á hesti sem hann sat, við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Myndband af athæfinu hefur mætt mikilli gagnrýni, og hann verið sakaður um dýraníð. Hann segir það fjarri lagi. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést Guðmundur sitja ber að ofan á baki hestsins með skjöld í hönd, og slíðrað sverð við síðuna. Við myndbandið skrifar hann „Við ríðum út. Tónlistarmyndband á spotify & insta & yt.“ Guðmundur sést í myndbandinu rykkja fast í tauminn og fæla hestinn undan sér með ógætilegu reiðlagi með þeim afleiðingum að hann dettur af baki. „Það var nú alls alls ekki ætlun mín að meiða hestinn ég bara hélt alls ekki rétt á taumnum, biðst velvirðingar og þykir hjartanlega leitt hvað þetta fór í brjóstið á mörgum,“ skrifar Guðmundur, iðulega kallaður Gummi Emil, í færslu á samfélagsmiðlum. Blóðmerahald hið raunverulega dýraníð Nokkur fjöldi TikTok-notenda hefur í athugasemdum við myndbandið sagt að um dýraníð sé að ræða. Því er Guðmundur ekki sammála. Nær væri að tala um saklaus mistök, sem hafi falist í því að æfa sig ekki nóg áður en farið var á bak. Skjáskot af færslunni sem Guðmundur Emil birti. „Ef eitthvað er dýraníð þa eru það blóðmerar og þegar það er verið að dæla blóði úr þeim lifandi! Það er eitthvað sem ég hef mikla andstyggð á. Ég bað hestinn afsökunar eftirá og ég og hann sættumst! Hann er búinn að fyrirgefa mér.“ Að öllu gríni slepptu segir Guðmundur að atvikið hafi verið óþægilegt fyrir hestinn í um tíu sekúndur. „Ímyndið ykkur hvað hestar hafa upplifað margt verra í tökum á bíómyndum ofl. Ást og friður.“ Dýr Samfélagsmiðlar Hestar Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést Guðmundur sitja ber að ofan á baki hestsins með skjöld í hönd, og slíðrað sverð við síðuna. Við myndbandið skrifar hann „Við ríðum út. Tónlistarmyndband á spotify & insta & yt.“ Guðmundur sést í myndbandinu rykkja fast í tauminn og fæla hestinn undan sér með ógætilegu reiðlagi með þeim afleiðingum að hann dettur af baki. „Það var nú alls alls ekki ætlun mín að meiða hestinn ég bara hélt alls ekki rétt á taumnum, biðst velvirðingar og þykir hjartanlega leitt hvað þetta fór í brjóstið á mörgum,“ skrifar Guðmundur, iðulega kallaður Gummi Emil, í færslu á samfélagsmiðlum. Blóðmerahald hið raunverulega dýraníð Nokkur fjöldi TikTok-notenda hefur í athugasemdum við myndbandið sagt að um dýraníð sé að ræða. Því er Guðmundur ekki sammála. Nær væri að tala um saklaus mistök, sem hafi falist í því að æfa sig ekki nóg áður en farið var á bak. Skjáskot af færslunni sem Guðmundur Emil birti. „Ef eitthvað er dýraníð þa eru það blóðmerar og þegar það er verið að dæla blóði úr þeim lifandi! Það er eitthvað sem ég hef mikla andstyggð á. Ég bað hestinn afsökunar eftirá og ég og hann sættumst! Hann er búinn að fyrirgefa mér.“ Að öllu gríni slepptu segir Guðmundur að atvikið hafi verið óþægilegt fyrir hestinn í um tíu sekúndur. „Ímyndið ykkur hvað hestar hafa upplifað margt verra í tökum á bíómyndum ofl. Ást og friður.“
Dýr Samfélagsmiðlar Hestar Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent