Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2025 10:20 Lecornu þarf að reiða sig á Sósíalista til að verjast vantrausti. Getty/Christian Liewig Sébastian Lecornu, forsætisráðherra Frakklands, hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum hækkunum á eftirlaunaaldrinum þar til eftir forsetakosningarnar árið 2027. Með þessu vonast hann til að geta unnið nógu marga þingmenn Sósíalistaflokksins á sitt band til að forðast vantrauststillögu sem tekin verður til atkvæðagreiðslu á fimmtudaginn. Mikið hefur gengið á í pólitíkinni í Frakklandi síðustu daga, vikur og raunar misseri. Lecornu var skipaður forsætisráðherra 9. september síðastliðinn en hann er fimmti forsætisráðherrann sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipar í embætti á aðeins tveimur árum. Í framhaldinu var ný ríkisstjórn tilkynnt til sögunnar þann 6. október en stjórnarandastaðan sagðist strax myndu leggja fram vantraust á hendur henni og sama dag ákvað Lecornu þá að segja af sér. Macron biðlaði Lecornu hins vegar um að vera áfram og má segja að um lokatilraun sé að ræða hjá Macron til að komast hjá því að þurfa að boða til kosninga. Repúblikanaflokkurinn hefur greint frá því að hann muni styðja ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslunni á fimmtudag og það verður því undir Sósíalistum komið hvort stjórnin stendur eða fellur. Boris Vallaud, þingflokksformaður Sósíalista, svaraði því ekki beint í morgun hvort flokkurinn myndi verja ríkisstjórnina falli en sagði ákvörðun Lecornu um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins úr 62 árum í 64 ár „sigur“ og að flokkurinn væri reiðubúinn til að „veðja á“ frekari viðræður, að minnsta kosti í bili. Stjórnarandstaðan þarf 288 til að fella ríkisstjórnina en vantar 24 atkvæði Sósíalista til að það takist. Frakkland Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Með þessu vonast hann til að geta unnið nógu marga þingmenn Sósíalistaflokksins á sitt band til að forðast vantrauststillögu sem tekin verður til atkvæðagreiðslu á fimmtudaginn. Mikið hefur gengið á í pólitíkinni í Frakklandi síðustu daga, vikur og raunar misseri. Lecornu var skipaður forsætisráðherra 9. september síðastliðinn en hann er fimmti forsætisráðherrann sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipar í embætti á aðeins tveimur árum. Í framhaldinu var ný ríkisstjórn tilkynnt til sögunnar þann 6. október en stjórnarandastaðan sagðist strax myndu leggja fram vantraust á hendur henni og sama dag ákvað Lecornu þá að segja af sér. Macron biðlaði Lecornu hins vegar um að vera áfram og má segja að um lokatilraun sé að ræða hjá Macron til að komast hjá því að þurfa að boða til kosninga. Repúblikanaflokkurinn hefur greint frá því að hann muni styðja ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslunni á fimmtudag og það verður því undir Sósíalistum komið hvort stjórnin stendur eða fellur. Boris Vallaud, þingflokksformaður Sósíalista, svaraði því ekki beint í morgun hvort flokkurinn myndi verja ríkisstjórnina falli en sagði ákvörðun Lecornu um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins úr 62 árum í 64 ár „sigur“ og að flokkurinn væri reiðubúinn til að „veðja á“ frekari viðræður, að minnsta kosti í bili. Stjórnarandstaðan þarf 288 til að fella ríkisstjórnina en vantar 24 atkvæði Sósíalista til að það takist.
Frakkland Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira