England inn á HM án þess að fá á sig mark Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2025 20:34 Harry Kane og Anthony Gordon voru báðir á skotskónum í Riga í kvöld. Getty/Tullio Puglia Englendingar tryggðu sér í kvöld sæti á HM næsta sumar, þegar mótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. England tryggði sér HM-sætið með öruggum 5-0 sigri gegn Lettlandi í Riga. Anthony Gordon skoraði fyrsta mark kvöldsins þegar hann fékk langa sendingu frá John Stones fram vinstra megin, sótti að varnarmanni, fór til hliðar og skoraði í fjærhornið. Harry Kane bætti svo við tveimur mörkum rétt fyrir hálfleik. Fyrst eftir að England vann boltann við vítateig heimamanna og svo úr vítaspyrnu sem hann fékk eftir myndbandsdóm, og staðan því 3-0 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum varð Maksims Tonisevs fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 58. mínútu og varamaðurinn Eberechi Eze skoraði svo fimmta markið undir lokin. England hefur enn ekki fengið á sig mark í undankeppninni, unnið alla sex leiki sína og skorað átján mörk. Liðið er sjö stigum á undan Albaníu nú þegar tvær umferðir eru eftir, og átta stigum á undan Serbíu. Lettar eru aðeins með fimm stig í 4. sæti og Andorra með eitt stig. HM 2026 í fótbolta
Englendingar tryggðu sér í kvöld sæti á HM næsta sumar, þegar mótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. England tryggði sér HM-sætið með öruggum 5-0 sigri gegn Lettlandi í Riga. Anthony Gordon skoraði fyrsta mark kvöldsins þegar hann fékk langa sendingu frá John Stones fram vinstra megin, sótti að varnarmanni, fór til hliðar og skoraði í fjærhornið. Harry Kane bætti svo við tveimur mörkum rétt fyrir hálfleik. Fyrst eftir að England vann boltann við vítateig heimamanna og svo úr vítaspyrnu sem hann fékk eftir myndbandsdóm, og staðan því 3-0 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum varð Maksims Tonisevs fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 58. mínútu og varamaðurinn Eberechi Eze skoraði svo fimmta markið undir lokin. England hefur enn ekki fengið á sig mark í undankeppninni, unnið alla sex leiki sína og skorað átján mörk. Liðið er sjö stigum á undan Albaníu nú þegar tvær umferðir eru eftir, og átta stigum á undan Serbíu. Lettar eru aðeins með fimm stig í 4. sæti og Andorra með eitt stig.