„Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 10:32 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir ljóst að íslenska liðið þurfi að vera 110 prósent. Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Staða Íslands í riðlinum versnaði töluvert vegna taps fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. Úkraína vann 5-3 en átti aðeins sex skot í leiknum. Arnar stendur fastur á því að Ísland hafi leikið afar vel í leiknum, þrátt fyrir úrslitin. Klippa: Arnar ræðir Frakkana, fjarveru Mbappé og góðan leik á föstudag „Ég svaf eins og ungabarn. Ég horfði aftur á leikinn, vopnaður tölfræði eins og ég geri vanalega. Ég stend ennþá við það sem ég sagði eftir leikinn, að mín tilfinning var, þetta var frábær leikur að mörgu leyti,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild um hvernig honum hafi gengið að sofna eftir erfitt tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. „Það var ekki bara skemmtanagildi, heldur hvernig við vorum á boltann, pressan okkar og opinn varnarleikur mjög góður. Auðvitað var svekkjandi að tapa. Við viljum alltaf vinna leiki, sérstaklega á heimavelli. Það voru barnaleg mistök sem kostuðu okkur. Það þarf að læra af því. Ég held það sé kostur hjá elítuíþróttamönnum að þeir þrífast á því að læra af mistökum til að taka skref áfram,“ segir Arnar. Verjast eins og þeir eigi lífið að leysa Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. „Vonandi náum við að færa okkur aðeins framar á völlinn, oftar en við gerðum í Frakklandi. Vonandi höldum við betur í boltann en í Frakklandi. En það er ljóst að við þurfum að verjast eins og við eigum lífið að leysa,“ segir Arnar. Allir leikmenn séu klárir í slaginn, fyrir utan Andra Lucas Guðjohnsen, sem er í leikbanni. „Það eru allir ótrúlega ferskir. Breytingar verða líklega frekar taktísks eðlis, að fá öðruvísi dýnamík inn í lífið. Kannski komum þeim á óvart með prófílum sem Frakkarnir þekkja ekki eins vel. Það er hausverkur að velja liðið,“ segir Arnar. Fjarvera Mbappé geti brugðið til beggja vona Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Það gæti verið gott og gæti verið slæmt. Þetta er einn besti leikmaður heims í dag. Hann er ótrúlegur leiðtogi, að vera nálægt honum á vellinum í Frakklandi þá sá maður það. Hann er fyrsti maðurinn til að röfla í dómurunum ef eitthvað bjátaði á,“ segir Arnar. „Svo er hann óútreiknanlegur og tekur sér stöður á vellinum sem enginn annar tekur sér upp. Það getur verið að Frakkarnir fari í betri strúktúr og verði beinskeyttari. Svo má ekki gleyma því að það koma klassaleikmenn í staðinn fyrir hann sem vilja sanna sig fyrir HM. Auðvitað er leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn að sjá ekki einn besta leikmann heims á Laugardalsvelli. En Frakkarnir eru það stóran og sterkan hóp að þeir verða mjög sterkir,“ bætir Arnar við. 110 prósent Líkt og fram kemur að ofan gerði íslenska liðið vel í París. Má búast við keimlíkri nálgun í kvöld? „Við þurfum að verjast mjög vel og nýta augnablikin sem gefast. Elías átti líka mjög góðan leik í París og vonandi verður ekki jafn mikið fyrir hann að gera. Það voru ýmis augnablik sem við gátum gert betur. Við vorum ca 90 prósent taktískt sterkir í París en það vantaði tíu prósent. Við þurfum að vera hundrað prósent, jafnvel 110. Eins og sást gegn Úkraínu að þeir refsuðu þegar þeir fundu blóðbragð. Þá gengur þeir á lagið og refsuðu. Frakkarnir gera það líklega enn betur en Úkraínumenn svo þetta verður erfitt, en gaman,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Sjá meira
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Staða Íslands í riðlinum versnaði töluvert vegna taps fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. Úkraína vann 5-3 en átti aðeins sex skot í leiknum. Arnar stendur fastur á því að Ísland hafi leikið afar vel í leiknum, þrátt fyrir úrslitin. Klippa: Arnar ræðir Frakkana, fjarveru Mbappé og góðan leik á föstudag „Ég svaf eins og ungabarn. Ég horfði aftur á leikinn, vopnaður tölfræði eins og ég geri vanalega. Ég stend ennþá við það sem ég sagði eftir leikinn, að mín tilfinning var, þetta var frábær leikur að mörgu leyti,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild um hvernig honum hafi gengið að sofna eftir erfitt tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. „Það var ekki bara skemmtanagildi, heldur hvernig við vorum á boltann, pressan okkar og opinn varnarleikur mjög góður. Auðvitað var svekkjandi að tapa. Við viljum alltaf vinna leiki, sérstaklega á heimavelli. Það voru barnaleg mistök sem kostuðu okkur. Það þarf að læra af því. Ég held það sé kostur hjá elítuíþróttamönnum að þeir þrífast á því að læra af mistökum til að taka skref áfram,“ segir Arnar. Verjast eins og þeir eigi lífið að leysa Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. „Vonandi náum við að færa okkur aðeins framar á völlinn, oftar en við gerðum í Frakklandi. Vonandi höldum við betur í boltann en í Frakklandi. En það er ljóst að við þurfum að verjast eins og við eigum lífið að leysa,“ segir Arnar. Allir leikmenn séu klárir í slaginn, fyrir utan Andra Lucas Guðjohnsen, sem er í leikbanni. „Það eru allir ótrúlega ferskir. Breytingar verða líklega frekar taktísks eðlis, að fá öðruvísi dýnamík inn í lífið. Kannski komum þeim á óvart með prófílum sem Frakkarnir þekkja ekki eins vel. Það er hausverkur að velja liðið,“ segir Arnar. Fjarvera Mbappé geti brugðið til beggja vona Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Það gæti verið gott og gæti verið slæmt. Þetta er einn besti leikmaður heims í dag. Hann er ótrúlegur leiðtogi, að vera nálægt honum á vellinum í Frakklandi þá sá maður það. Hann er fyrsti maðurinn til að röfla í dómurunum ef eitthvað bjátaði á,“ segir Arnar. „Svo er hann óútreiknanlegur og tekur sér stöður á vellinum sem enginn annar tekur sér upp. Það getur verið að Frakkarnir fari í betri strúktúr og verði beinskeyttari. Svo má ekki gleyma því að það koma klassaleikmenn í staðinn fyrir hann sem vilja sanna sig fyrir HM. Auðvitað er leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn að sjá ekki einn besta leikmann heims á Laugardalsvelli. En Frakkarnir eru það stóran og sterkan hóp að þeir verða mjög sterkir,“ bætir Arnar við. 110 prósent Líkt og fram kemur að ofan gerði íslenska liðið vel í París. Má búast við keimlíkri nálgun í kvöld? „Við þurfum að verjast mjög vel og nýta augnablikin sem gefast. Elías átti líka mjög góðan leik í París og vonandi verður ekki jafn mikið fyrir hann að gera. Það voru ýmis augnablik sem við gátum gert betur. Við vorum ca 90 prósent taktískt sterkir í París en það vantaði tíu prósent. Við þurfum að vera hundrað prósent, jafnvel 110. Eins og sást gegn Úkraínu að þeir refsuðu þegar þeir fundu blóðbragð. Þá gengur þeir á lagið og refsuðu. Frakkarnir gera það líklega enn betur en Úkraínumenn svo þetta verður erfitt, en gaman,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Sjá meira