Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2025 09:03 Formaður Nóbelsnefndarinnar sagði gildi Maríu og áratuga baráttu hennar samræmast gildum verðlaunanna. Vísir/Getty Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Í tilkynningu nefndarinnar kom fram að verðlaunin færu til hugrakkrar konu og hún fengi verðlaunin fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Í tilkynningunni kom fram að Maria hefði sameinað stjórnarandstöðuna í Venesúela sem áður hafði verið sundruð. Ítrekað var mikilvægi þess að verja lýðræðið. Venesúela hefði þróast frá því að vera farsælt lýðræðisríki en að í dag væri krísa þar. Allt of margir lifi í fátækt. Um átta milljónir hafi flúið og stjórnarandstaðan orðið fyrir ítrekuðum árásum og verið fangelsuð. Starf í stjórnarandstöðu í Venesúela sé gríðarlega hættulegt og sem stofnandi Sumate hafi hún ávallt staðið fyrir þeim lýðræðislegu gildum, mannréttindum og sjálfstæðum dómstólum. Hún hafi varið áratugum í að verja frelsi Venesúelabúa. Maria Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Vísir/EPA Meinað að bjóða sig fram Machado var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela þegar umdeildar forsetakosningar fóru fram þar í fyrra. Henni var þó sjálfri meinað að bjóða sig fram. Stjórnarandstaðan taldi sig hafa sigrað Nicolás Maduro forseta og lagði fram gögn úr kosningavélum máli sínu til stuðnings. Þrátt fyrir það lýsti opinber kjörstjórn Maduro sigurvegara. Alþjóðlegar stofnanir og vestræn ríki hafa lýst yfir miklum efasemdum um heilindi kosninganna. Machado sakaði Maduro um að hafa haft rangt við í kosningunum og fór í kjölfarið í felur. Hún tók engu að síður þátt í mótmælum vitandi að hún ætti yfir höfuð sér að vera handtekin. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela á síðasta ári hafi skort gegnsæi og heilindi. Sýnt frá fundi í morgun Sýnt var beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnti um verðlaunahafa klukkan níu í morgun. Barátta fyrir kjarnorkulausum heimi og gegn kúgun kvenna Búið er að veita friðarverðlaun Nóbels 105 sinnum frá árinu 1901. Alls voru 338 tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningum er haldið leyndum í fimmtíu ár eftir að verðlaunin eru veitt. Alls hafa 111 einstaklingar og 28 samtök hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. Yngsta manneskjan til að hljóta þau er Malala Yousafzai en hún var 17 ára og elsta manneskan er Joseph Rotblat en hann var 86 ára. Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Verðlaunin fenug þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið áður, 2023, fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Venesúela Nóbelsverðlaun Noregur Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05 Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Í tilkynningu nefndarinnar kom fram að verðlaunin færu til hugrakkrar konu og hún fengi verðlaunin fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Í tilkynningunni kom fram að Maria hefði sameinað stjórnarandstöðuna í Venesúela sem áður hafði verið sundruð. Ítrekað var mikilvægi þess að verja lýðræðið. Venesúela hefði þróast frá því að vera farsælt lýðræðisríki en að í dag væri krísa þar. Allt of margir lifi í fátækt. Um átta milljónir hafi flúið og stjórnarandstaðan orðið fyrir ítrekuðum árásum og verið fangelsuð. Starf í stjórnarandstöðu í Venesúela sé gríðarlega hættulegt og sem stofnandi Sumate hafi hún ávallt staðið fyrir þeim lýðræðislegu gildum, mannréttindum og sjálfstæðum dómstólum. Hún hafi varið áratugum í að verja frelsi Venesúelabúa. Maria Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Vísir/EPA Meinað að bjóða sig fram Machado var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela þegar umdeildar forsetakosningar fóru fram þar í fyrra. Henni var þó sjálfri meinað að bjóða sig fram. Stjórnarandstaðan taldi sig hafa sigrað Nicolás Maduro forseta og lagði fram gögn úr kosningavélum máli sínu til stuðnings. Þrátt fyrir það lýsti opinber kjörstjórn Maduro sigurvegara. Alþjóðlegar stofnanir og vestræn ríki hafa lýst yfir miklum efasemdum um heilindi kosninganna. Machado sakaði Maduro um að hafa haft rangt við í kosningunum og fór í kjölfarið í felur. Hún tók engu að síður þátt í mótmælum vitandi að hún ætti yfir höfuð sér að vera handtekin. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela á síðasta ári hafi skort gegnsæi og heilindi. Sýnt frá fundi í morgun Sýnt var beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnti um verðlaunahafa klukkan níu í morgun. Barátta fyrir kjarnorkulausum heimi og gegn kúgun kvenna Búið er að veita friðarverðlaun Nóbels 105 sinnum frá árinu 1901. Alls voru 338 tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningum er haldið leyndum í fimmtíu ár eftir að verðlaunin eru veitt. Alls hafa 111 einstaklingar og 28 samtök hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. Yngsta manneskjan til að hljóta þau er Malala Yousafzai en hún var 17 ára og elsta manneskan er Joseph Rotblat en hann var 86 ára. Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Verðlaunin fenug þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið áður, 2023, fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra.
Venesúela Nóbelsverðlaun Noregur Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05 Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56
László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06
Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05
Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent