Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2025 06:56 Trump ásælist verðlaunin mjög og segir það myndu verða hneyksli ef hann fær þau ekki og móðgun við Bandaríkin. Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom. Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom.
Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira