„Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. október 2025 15:39 Arndís Elfa er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Það er ótrúlega frelsandi að vita að ég get alltaf verið ég sjálf án þess að þurfa að breyta mér fyrir aðra,“ segir Arndís Elfa Pálsdóttir, nemi og ungfrú Hvalfjörður. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ég heiti Arndís Elfa Pálsdóttir. Aldur: 17 ára Starf eða skóli? Ég er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og vinn í Krónunni. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Uppátækjasöm, vinaleg og skapandi. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Fólki kæmi kannski á óvart hversu mikið ég elska söngleiki. Ég man enn eftir fyrsta söngleiknum sem ég fór á, Mary Poppins í Borgarleikhúsinu árið 2013. Í desember ætla ég að fara á Moulin Rouge og er ótrúlega spennt fyrir því! Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Fyrirmynd mín er mamma mín. Hún er sterkasta manneskja sem ég þekki og ég vona að ég verði einhvern daginn jafn frábær og hún. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er mótlætið sem ég hef mætt í lífinu. Þó að það hafi oft verið erfitt hefur það kennt mér að treysta á sjálfa mig, vera sterk og séð að hindranir eru í raun tækifæri til að læra og vaxa. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Þrátt fyrir ungan aldur hef ég þurft að takast á við ýmsar áskoranir. Ein sú stærsta var þegar ég var með lélega sjálfsmynd og bar litla virðingu fyrir sjálfri mér. Með mikilli vinnu, stuðningi og skilningi frá fjölskyldunni minni, ásamt frábærum sálfræðingi, tókst mér að vinna mig í gegnum það og koma út sterkari en áður. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af þeirri manneskju sem ég er í dag og þeirri vegferð sem hefur leitt mig hingað. Ég er stolt af öllum þeim árangri sem ég hef náð og því að hafa unnið markvisst að því að verða sú fyrirmynd sem ég vil sjá í samfélaginu. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er pabbi minn. Hann hefur kennt mér hvað stuðningur, þrautsegja og hlýja geta gert, og það hefur haft djúpstæð áhrif á hvernig ég tek ákvarðanir og lifi lífinu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég reyni að dreifa huganum og leyfi mér að taka tíma bara fyrir mig. Þá prjóna ég eða teikna á meðan ég hlusta á gott hlaðvarp. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ég má taka pláss. Ég skipti máli. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég pæli lítið í því hvort eitthvað sé neyðarlegt eða ekki — það kemur alltaf eitthvað nýtt sem er enn vandræðalegra. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Þeir hæfileikar eru enn leyndir… jafnvel fyrir mér sjálfri! Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk hefur góða nærveru, er opið, með gott hjartalag og húmor, og sýnir umhyggju fyrir öðrum. En óheillandi? Þegar fólk virðir ekki mörk annarra, er eigingjarnt eða ókurteist. Hver er þinn helsti ótti? Að lifa með eftirsjá þegar minn tími kemur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár vona ég að ég sé að leggja mitt af mörkum í samfélaginu, hvort sem það er í starfi mínu eða í sjálfboðaliðastarfi. Mig dreymir um að hafa jákvæð áhrif á líf annarra og hvetja ungt fólk til að trúa á sjálft sig. Mig langar að vinna við að styðja börn og fjölskyldur sem standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Upp á síðkastið hefur það verið „Lady Marmalade.“ Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku, næ að bjarga mér í dönsku og er núna að læra spænsku í skólanum. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Djúsí Búlluborgari hjá Hamborgarabúllu Tómasar – helst með jarðaberjasjeik. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Friðrik Dór. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Alltaf í eigin persónu, því skilaboð geta auðveldlega verið misskilin. Í eigin persónu sér maður líkamstjáningu og svipbrigði, sem gera samskiptin bæði skýrari og hlýlegri. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ávaxta þá á öruggan hátt til að eiga sjóð sem ég gæti nýtt þegar ég fer í háskólanám eða við framtíðar húsnæðiskaup. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég sá þetta sem skemmtilegt tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og kynnast áhugaverðu fólki. Ég hef alltaf gaman af því að stíga út fyrir þægindarammann og læra af nýrri reynslu. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært ótrúlega margt, meðal annars hvernig á að ganga í hælum, en það mikilvægasta sem ég hef lært er að ég þarf ekki að þykjast vera einhver sem ég er ekki. Það er ótrúlega frelsandi að vita að ég get alltaf verið ég sjálf, án þess að þurfa að breyta mér fyrir aðra. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Velferð barna skiptir mig miklu máli. Ég veit hversu mikil áhrif smá hlýja og stuðningur geta haft á líf ungs fólks, og mig langar að nota rödd mína til að tryggja að börn fái það sem þau þurfa til að vaxa og dafna. Góðhjörtuð og einlæg fegurðardrottning Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ungfrú Ísland Teen þarf að vera góðhjörtuð og einlæg. Hún þarf að hafa styrk til að standa með eigin gildum, sjálfsöryggi til að stíga á svið og nota röddina sína til að tala fyrir þeim málefnum sem skipta máli. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða Ungfrú Ísland Teen því mér finnst þetta frábær vettvangur til að láta gott af mér leiða. Mig langar að nýta röddina mína til að ræða mikilvæg málefni, sérstaklega þau sem mér eru kær. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar mjög ólíkar sem gerir hópinn heillandi. Það sem ég tel að greinir mig frá öðrum keppendum er að ég lýt alltaf á björtu hliðina þegar ég stend frammi fyrir mér áskorunum. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Það er án efa aukinn kvíði og streita. Við upplifum meiri pressu frá skóla, vinnu, samfélagsmiðlum og áhyggjum fyrir framtíðinni en fyrri kynslóðir, sem getur haft áhrif á andlega heilsu og sjálfsöryggi. Að auki er framtíðin ófyrirsjáanleg; húsnæðis- og atvinnumöguleikar eru ákveðnir óvissuþættir þar sem ungt fólk þarf að taka stórar ákvarðanir snemma á ævinni. Þetta skapar álag sem getur verið yfirþyrmandi, en kennir okkur einnig mikilvægi þrautseigju og lausnamiðaðs hugarfars, og hvað stuðningur frá vinum og fjölskyldu getur verið mikilvægur. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg) Og hvernig mætti leysa það? Til að draga úr kvíða og streitu meðal ungs fólks er mikilvægt að efla fræðslu og vitund um andlega heilsu, bæði í skólum og samfélaginu almennt. Ungt fólk þarf að vita að það er eðlilegt að upplifa kvíða og að það að leita sér hjálpar er merki um styrk, ekki veikleika. Stuðningur frá fjölskyldu, vinum og fagfólki skiptir lykilmáli við að skapa samfélag þar sem fólk getur talað opinskátt um tilfinningar sínar. Jafnframt er mikilvægt að styðja ungt fólk í að tileinka sér verkfæri til að takast á við streitu, svo sem markmiðasetningu, góða tímastjórnun og sjálfsumhyggju. Varðandi húsnæðismarkaðinn og framtíð ungmenna er mikilvægt að upplýsingar og ráðgjöf um lánveitingar, leigumarkað og fjármál séu aðgengilegar. Þetta gerir ungu fólki kleift að taka meðvitaðar og upplýstar ákvarðanir. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég skil fullkomlega að fólk geti haft neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum, sérstaklega út frá nafninu. Hins vegar snúast þær í dag ekki einungis um útlit; þær gefa stelpum vettvang til að sýna styrk, sjálfsöryggi og hugrekki, auk þess að vera talsmenn fyrir mikilvæg samfélagsmálefni. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ „Ég sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen til að sýna stelpum að það er hægt að fara út fyrir þægindarammann og brjóta gegn staðalímyndum,“ segir Malaika Ragnheiður Ingvarsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Malaika er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 8. október 2025 13:08 „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ „Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu,“ segir Lea Björt Axelsdóttir, nemi og Ungfrú Gullfoss, um litlu systur sína sem er með Downs-heilkennið. Lea Björt segist brenna fyrir málefni fatlaðra, þar sem þau standi henni mjög nærri. 7. október 2025 08:14 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ég heiti Arndís Elfa Pálsdóttir. Aldur: 17 ára Starf eða skóli? Ég er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og vinn í Krónunni. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Uppátækjasöm, vinaleg og skapandi. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Fólki kæmi kannski á óvart hversu mikið ég elska söngleiki. Ég man enn eftir fyrsta söngleiknum sem ég fór á, Mary Poppins í Borgarleikhúsinu árið 2013. Í desember ætla ég að fara á Moulin Rouge og er ótrúlega spennt fyrir því! Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Fyrirmynd mín er mamma mín. Hún er sterkasta manneskja sem ég þekki og ég vona að ég verði einhvern daginn jafn frábær og hún. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er mótlætið sem ég hef mætt í lífinu. Þó að það hafi oft verið erfitt hefur það kennt mér að treysta á sjálfa mig, vera sterk og séð að hindranir eru í raun tækifæri til að læra og vaxa. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Þrátt fyrir ungan aldur hef ég þurft að takast á við ýmsar áskoranir. Ein sú stærsta var þegar ég var með lélega sjálfsmynd og bar litla virðingu fyrir sjálfri mér. Með mikilli vinnu, stuðningi og skilningi frá fjölskyldunni minni, ásamt frábærum sálfræðingi, tókst mér að vinna mig í gegnum það og koma út sterkari en áður. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af þeirri manneskju sem ég er í dag og þeirri vegferð sem hefur leitt mig hingað. Ég er stolt af öllum þeim árangri sem ég hef náð og því að hafa unnið markvisst að því að verða sú fyrirmynd sem ég vil sjá í samfélaginu. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er pabbi minn. Hann hefur kennt mér hvað stuðningur, þrautsegja og hlýja geta gert, og það hefur haft djúpstæð áhrif á hvernig ég tek ákvarðanir og lifi lífinu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég reyni að dreifa huganum og leyfi mér að taka tíma bara fyrir mig. Þá prjóna ég eða teikna á meðan ég hlusta á gott hlaðvarp. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ég má taka pláss. Ég skipti máli. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég pæli lítið í því hvort eitthvað sé neyðarlegt eða ekki — það kemur alltaf eitthvað nýtt sem er enn vandræðalegra. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Þeir hæfileikar eru enn leyndir… jafnvel fyrir mér sjálfri! Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk hefur góða nærveru, er opið, með gott hjartalag og húmor, og sýnir umhyggju fyrir öðrum. En óheillandi? Þegar fólk virðir ekki mörk annarra, er eigingjarnt eða ókurteist. Hver er þinn helsti ótti? Að lifa með eftirsjá þegar minn tími kemur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár vona ég að ég sé að leggja mitt af mörkum í samfélaginu, hvort sem það er í starfi mínu eða í sjálfboðaliðastarfi. Mig dreymir um að hafa jákvæð áhrif á líf annarra og hvetja ungt fólk til að trúa á sjálft sig. Mig langar að vinna við að styðja börn og fjölskyldur sem standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Upp á síðkastið hefur það verið „Lady Marmalade.“ Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku, næ að bjarga mér í dönsku og er núna að læra spænsku í skólanum. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Djúsí Búlluborgari hjá Hamborgarabúllu Tómasar – helst með jarðaberjasjeik. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Friðrik Dór. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Alltaf í eigin persónu, því skilaboð geta auðveldlega verið misskilin. Í eigin persónu sér maður líkamstjáningu og svipbrigði, sem gera samskiptin bæði skýrari og hlýlegri. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ávaxta þá á öruggan hátt til að eiga sjóð sem ég gæti nýtt þegar ég fer í háskólanám eða við framtíðar húsnæðiskaup. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég sá þetta sem skemmtilegt tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og kynnast áhugaverðu fólki. Ég hef alltaf gaman af því að stíga út fyrir þægindarammann og læra af nýrri reynslu. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært ótrúlega margt, meðal annars hvernig á að ganga í hælum, en það mikilvægasta sem ég hef lært er að ég þarf ekki að þykjast vera einhver sem ég er ekki. Það er ótrúlega frelsandi að vita að ég get alltaf verið ég sjálf, án þess að þurfa að breyta mér fyrir aðra. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Velferð barna skiptir mig miklu máli. Ég veit hversu mikil áhrif smá hlýja og stuðningur geta haft á líf ungs fólks, og mig langar að nota rödd mína til að tryggja að börn fái það sem þau þurfa til að vaxa og dafna. Góðhjörtuð og einlæg fegurðardrottning Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ungfrú Ísland Teen þarf að vera góðhjörtuð og einlæg. Hún þarf að hafa styrk til að standa með eigin gildum, sjálfsöryggi til að stíga á svið og nota röddina sína til að tala fyrir þeim málefnum sem skipta máli. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða Ungfrú Ísland Teen því mér finnst þetta frábær vettvangur til að láta gott af mér leiða. Mig langar að nýta röddina mína til að ræða mikilvæg málefni, sérstaklega þau sem mér eru kær. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar mjög ólíkar sem gerir hópinn heillandi. Það sem ég tel að greinir mig frá öðrum keppendum er að ég lýt alltaf á björtu hliðina þegar ég stend frammi fyrir mér áskorunum. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Það er án efa aukinn kvíði og streita. Við upplifum meiri pressu frá skóla, vinnu, samfélagsmiðlum og áhyggjum fyrir framtíðinni en fyrri kynslóðir, sem getur haft áhrif á andlega heilsu og sjálfsöryggi. Að auki er framtíðin ófyrirsjáanleg; húsnæðis- og atvinnumöguleikar eru ákveðnir óvissuþættir þar sem ungt fólk þarf að taka stórar ákvarðanir snemma á ævinni. Þetta skapar álag sem getur verið yfirþyrmandi, en kennir okkur einnig mikilvægi þrautseigju og lausnamiðaðs hugarfars, og hvað stuðningur frá vinum og fjölskyldu getur verið mikilvægur. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg) Og hvernig mætti leysa það? Til að draga úr kvíða og streitu meðal ungs fólks er mikilvægt að efla fræðslu og vitund um andlega heilsu, bæði í skólum og samfélaginu almennt. Ungt fólk þarf að vita að það er eðlilegt að upplifa kvíða og að það að leita sér hjálpar er merki um styrk, ekki veikleika. Stuðningur frá fjölskyldu, vinum og fagfólki skiptir lykilmáli við að skapa samfélag þar sem fólk getur talað opinskátt um tilfinningar sínar. Jafnframt er mikilvægt að styðja ungt fólk í að tileinka sér verkfæri til að takast á við streitu, svo sem markmiðasetningu, góða tímastjórnun og sjálfsumhyggju. Varðandi húsnæðismarkaðinn og framtíð ungmenna er mikilvægt að upplýsingar og ráðgjöf um lánveitingar, leigumarkað og fjármál séu aðgengilegar. Þetta gerir ungu fólki kleift að taka meðvitaðar og upplýstar ákvarðanir. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég skil fullkomlega að fólk geti haft neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum, sérstaklega út frá nafninu. Hins vegar snúast þær í dag ekki einungis um útlit; þær gefa stelpum vettvang til að sýna styrk, sjálfsöryggi og hugrekki, auk þess að vera talsmenn fyrir mikilvæg samfélagsmálefni.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ „Ég sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen til að sýna stelpum að það er hægt að fara út fyrir þægindarammann og brjóta gegn staðalímyndum,“ segir Malaika Ragnheiður Ingvarsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Malaika er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 8. október 2025 13:08 „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ „Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu,“ segir Lea Björt Axelsdóttir, nemi og Ungfrú Gullfoss, um litlu systur sína sem er með Downs-heilkennið. Lea Björt segist brenna fyrir málefni fatlaðra, þar sem þau standi henni mjög nærri. 7. október 2025 08:14 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
„Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ „Ég sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen til að sýna stelpum að það er hægt að fara út fyrir þægindarammann og brjóta gegn staðalímyndum,“ segir Malaika Ragnheiður Ingvarsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Malaika er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 8. október 2025 13:08
„Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ „Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu,“ segir Lea Björt Axelsdóttir, nemi og Ungfrú Gullfoss, um litlu systur sína sem er með Downs-heilkennið. Lea Björt segist brenna fyrir málefni fatlaðra, þar sem þau standi henni mjög nærri. 7. október 2025 08:14