Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2025 16:02 Opnað verður fyrir umsóknir í keppnina Ungfrú Ísland Teen 1. maí næstkomandi. Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg) Ungfrú Ísland Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg)
Ungfrú Ísland Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira