„FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2025 07:03 Gianni Infantino og Donald Trump. Getty Images/Richard Sellers Gianni Infantino, forseti FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir sambandið ekki geta leyst pólitísk vandamál heimsins. Mikill þrýstingur er á nú FIFA að meina Ísrael þátttöku í keppnum á vegum sambandsins vegna þjóðarmorðs ísraelska hersins á Palestínumönnum. Í síðasta mánuði komst nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Þrátt fyrir það fær Ísrael enn að taka þátt í keppnum á vegum FIFA sem og annarra sambanda á borð við UEFA og FIBA. Infantino ræddi þetta stuttlega á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA. Hinn 55 ára gamli Ítali segir FIFA gera það sem í valdi þess stendur til að nota „kraft fótboltans“ til að sameina fólk í sundruðum heimi. „Hugur okkar er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í hinum mörgu átökum um heim allan. Mikilvægustu skilaboðin sem fótboltinn getur sent eru þau er varða frið og samheldni,“ bætti forsetinn við. „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins en getur, og verður, að nýta fótboltann til að virkja samheldni ásamt menningar- og mannúðarlegum gildum.“ Landslið Ísraels fá enn að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og þá er Maccabi Tel Aviv í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Mannréttindarhreyfingin Amnesty International hefur hvatt FIFA og UEFA til að vísa Ísrael úr mótum á þeirra vegum. Er bent á að Rússlandi og liðum þar í landi var vísað úr keppnum á vegum sambandanna eftir innrás Rússa í Úkraínu. Victor Montgliani, varaforseti FIFA, sagði á dögunum að UEFA ætti að taka ákvörðun sem þessa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þá lofað því að berjast gegn öllum tilraunum til að koma í veg fyrir að Ísrael fái að taka þátt. Ísrael heldur áfram að neita því að um þjóðarmorð sé að ræða þó öll sönnunargögn bendi til annars. Fótbolti FIFA Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Í síðasta mánuði komst nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Þrátt fyrir það fær Ísrael enn að taka þátt í keppnum á vegum FIFA sem og annarra sambanda á borð við UEFA og FIBA. Infantino ræddi þetta stuttlega á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA. Hinn 55 ára gamli Ítali segir FIFA gera það sem í valdi þess stendur til að nota „kraft fótboltans“ til að sameina fólk í sundruðum heimi. „Hugur okkar er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í hinum mörgu átökum um heim allan. Mikilvægustu skilaboðin sem fótboltinn getur sent eru þau er varða frið og samheldni,“ bætti forsetinn við. „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins en getur, og verður, að nýta fótboltann til að virkja samheldni ásamt menningar- og mannúðarlegum gildum.“ Landslið Ísraels fá enn að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og þá er Maccabi Tel Aviv í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Mannréttindarhreyfingin Amnesty International hefur hvatt FIFA og UEFA til að vísa Ísrael úr mótum á þeirra vegum. Er bent á að Rússlandi og liðum þar í landi var vísað úr keppnum á vegum sambandanna eftir innrás Rússa í Úkraínu. Victor Montgliani, varaforseti FIFA, sagði á dögunum að UEFA ætti að taka ákvörðun sem þessa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þá lofað því að berjast gegn öllum tilraunum til að koma í veg fyrir að Ísrael fái að taka þátt. Ísrael heldur áfram að neita því að um þjóðarmorð sé að ræða þó öll sönnunargögn bendi til annars.
Fótbolti FIFA Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36