Öruggt hjá Skjórunum en ó­víst hver skoraði

Umdeilanlegt er hvort Nick Woltemade eða Sandro Tonali hafi skorað fyrsta markið.
Umdeilanlegt er hvort Nick Woltemade eða Sandro Tonali hafi skorað fyrsta markið. Geert van Erven/Soccrates/Getty Images

Newcastle sótti afar öruggan 4-0 sigur á útivelli gegn Union Saint-Gilloise í annarri umferð Meistaradeildarinnar.

Heimamenn í Belgíu mátti sín lítils gegn Skjórunum, sem tóku forystuna eftir rúman stundarfjórðung.

Sandro Tonali átti skot á markið og boltinn endaði í netinu, en við endursýningu sást að Nick Woltemade snerti boltann lítillega.

Anthony Gordon skoraði svo tvö mörk úr vítaspyrnum, á 43. og 64. mínútu. Anthony Elanga fiskaði fyrra vítið en VAR dómarinn dæmdi annað vítið eftir að boltinn fór í hönd varnarmanns.

Fjórða markið kom svo eftir gott samspil varamannana William Osula og Harvey Barnes, sem vippaði boltanum í netið.

Newcastle var næstum því búið að skora fimmta markið undir lok leiks en þurfti að láta sér fjögurra marka sigur nægja.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira